Þrír lögmenn hafa ákveðið að stofna samtökin Ritfrelsi sem ætla að taka að sér varnir í málum gegn fjölmiðlum, endurgjaldslaust að uppfylltum vissum skilyrðum.
Þrír lögmenn hafa ákveðið að stofna samtökin Ritfrelsi sem ætla að taka að sér varnir í málum gegn fjölmiðlum, endurgjaldslaust að uppfylltum vissum skilyrðum.
Þrír lögmenn hafa ákveðið að stofna samtökin Ritfrelsi sem ætla að taka að sér varnir í málum gegn fjölmiðlum, endurgjaldslaust að uppfylltum vissum skilyrðum.
„Þessi hugmynd kom upp í dag eftir að við urðum varir við það að enn eina ferðina ætlaði maður sem er í aðstöðu til að eyða miklum peningum og orku í málsókn að höfða mál gegn þremur ótilgreindum fjölmiðlum út af umfjöllun sem ég get ekki betur séð en hafi átt fullan rétt á sér,“ segir Ómar R. Valdimarsson, einn lögmannanna, og á þar við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, stofnanda Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.
Í framhaldinu ræddi Ómar við kollega sína Daníel Thor Skals Pedersen og Jóhannes S. Ólafsson. „Okkur eiginlega ofbauð. Þegar menn á borð við Sigmund, sem hefur verið valdamaður í samfélaginu hefur hug á því að skoða hvort hann getur þaggað niður í blaðamönnum sem eru að sinna lýðræðislegri skyldu sinni þá rann okkur blóðið til skyldunnar.“
Ómar tekur fram að ekki megi skilja stofnun samtakanna þannig að allir fjölmiðlar fái frítt spil til að fara með „hvaða vitleysu sem er í loftið“. „Við teljum að þegar verið er að fjalla um mál sem varða borgaralega og þjóðhagslega hagmuni sé full ástæða til að veita fólki liðsinni til að stunda störf sín í friði án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni eða fjölskyldu sinnar,“ segir hann.
Hann kveðst ekki sjá fyrir sér að verja Ríkisútvarpið ef til að mynda Sigmundur Davíð mun höfða mál gegn stofnuninni. „Þetta er meira gert til að standa vörð um litla, sjálfstæða fjölmiðla sem berjast í bökkum í mjög erfiðu rekstrarumhverfi.“
Spurður hvenær hann sjái fyrir sér að samtökin geti hafið störf segist hann fyrst ætla að setjast niður með þeim Daníel og Jóhannesi og ræða framhaldið. „Ef einhver myndi leita til okkar í dag er okkur ekkert að vanbúnaði að taka málið til skoðunar. Auðvitað er það von okkar að sem flestir lögmenn sjái sér fært að taka þátt í þessu. Svona mál getur verið virkilega þarft í landi eins og okkar sem er með fáa og tiltölulega veikburða fjölmiðla.“