Kvikmyndin Kúrekinn, eða Rider, hlýtur Gullna lundann í ár en hann er veittur myndinni sem vinnur í aðalverðlaunaflokki Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar, RIFF.
Kvikmyndin Kúrekinn, eða Rider, hlýtur Gullna lundann í ár en hann er veittur myndinni sem vinnur í aðalverðlaunaflokki Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar, RIFF.
Kvikmyndin Kúrekinn, eða Rider, hlýtur Gullna lundann í ár en hann er veittur myndinni sem vinnur í aðalverðlaunaflokki Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar, RIFF.
Lokahóf hátíðarinnar var haldið í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld þar sem hátíðinni var formlega slitið og verðlaun veitt í fimm flokkum.
Kúrekinn, sem Chloé Zhao leikstýrði, hlaut einnig verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
„Fyrir óvenjulega næmni, framúrskarandi kvikmyndatöku, átakanlega frammistöðu þeirra sem ekki leika og eftirtektarverða hæfileika til að endurmeta hugmyndir okkar um ameríska karlmennsku, veitir dómnefndin Gullna lundann til Chloé Zhao fyrir The Rider,“ sagði í ummælum dómnefndar.
Werner Herzog, heiðursgestur RIFF, sagði þetta um myndina: „Einmitt þegar maður fer að halda að kvikmyndagerð sé að staðna kemur mynd á borð við þessa eins og þruma úr heiðskíru lofti. Það er mjög hvetjandi.“
Á morgun, sunnudag, verður verðlaunamyndin Rider sýnd í Háskólabíó, sal 1 klukkan 20.15
Í flokknum Önnur framtíð vann myndin Hrifsið og hlýðið, eða Grab and Run (Kyrgyzstan/Spánn).
Í flokki íslenskra stuttmynda bar myndin Atelier í leikstjórn Elsu Maríu Jakobsdóttur sigur úr býtum.
Í flokki erlendra stuttmynda og var það myndin Copa Loca (Grikkland) í leikstjórn Christos Massalas sem hlaut verðlaunin.
Gullna eggið kemur í hlut bestu myndarinnar á Reykjavík Talent Lab og í ár var það mynd Charlotte Scott-Wilson, Hold on.