Alonso víttur

Formúla-1/McLaren | 9. október 2017

Alonso víttur

Fernando Alonso var formlega víttur og sviptur skírteinispunktum fyrir að virða ekki blá flögg í kappakstrinum í Suzuka í gær.

Alonso var í baráttu við Felipe Massa hjá Williams um síðasta stigasætið er fremstu menn, Lewis Hamilton og Max Verstappen, nálguðust.

Alonso víttur

Formúla-1/McLaren | 9. október 2017

Fernando Alonso (18) á hér í rimmu við Lance Stroll …
Fernando Alonso (18) á hér í rimmu við Lance Stroll (18) á Williams í Suzuka. AFP

Fernando Alonso var formlega víttur og sviptur skírteinispunktum fyrir að virða ekki blá flögg í kappakstrinum í Suzuka í gær.

Alonso var í baráttu við Felipe Massa hjá Williams um síðasta stigasætið er fremstu menn, Lewis Hamilton og Max Verstappen, nálguðust.

Fernando Alonso var formlega víttur og sviptur skírteinispunktum fyrir að virða ekki blá flögg í kappakstrinum í Suzuka í gær.

Alonso var í baráttu við Felipe Massa hjá Williams um síðasta stigasætið er fremstu menn, Lewis Hamilton og Max Verstappen, nálguðust.

Hamilton var rúman hring rétt fyrir aftan Alonso áður en hann komst fram úr og rétt á eftir vék hann fyrir Verstappen.

Þótti dómurum kappakstursins hann hafa tafið för Hamiltons og Verstappen og formlega víttur  og sviptur tveimur skírteinispunktum.

Segir í niðurstöðum dómara að bæði hafi bláum flöggum verið veifað til Alonso og stöðugt blátt ljós kviknað á stýri hansmilli 14. og 15.beygju á 51. hrings af 52. Hafði honum verið gert viðvart um að Hamilton nálgaðist með blikkandi bláu ljósi á stýrinu einum hring áður. Hann hafi loks hleypt Hamilton fram úr við 11. beygju á 52. hring.

mbl.is