Glitnir HoldCo ehf. fór á föstudag þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann verði lagt við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media ehf. á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum er varða einkamálefni verulegs fjölda fyrrverandi viðskiptavina Glitnis sem eru því bundnar bankaleynd.
Glitnir HoldCo ehf. fór á föstudag þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann verði lagt við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media ehf. á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum er varða einkamálefni verulegs fjölda fyrrverandi viðskiptavina Glitnis sem eru því bundnar bankaleynd.
Glitnir HoldCo ehf. fór á föstudag þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann verði lagt við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media ehf. á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum er varða einkamálefni verulegs fjölda fyrrverandi viðskiptavina Glitnis sem eru því bundnar bankaleynd.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Glitni HoldCo.
Þar segir ennfremur, að Glitnir hafi ráðið breska lögmannsstofu til að gæta hagsmuna sinna vegna umfjöllunar The Guardian sem byggi á sömu gögnum.
Fyrsta umfjöllunin sem birtist upp úr umræddum gögnum snéri að Bjarna Benediktsstyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Þar kom fram að hann hefði selt allar eignir sínar í Sjóði 9 hjá Glitni, fyrir um 50 milljónir, í byrjun október árið 2008. Dagana fyrir fall íslenska bankakerfisins.
Glitnir hefur jafnframt tilkynnt umrætt brot til Fjármálaeftirlitsins sem fer með rannsókn málsins.