Við Ægisíðu í Reykjavík er falleg íbúð á góðum stað. Búið er að skipta um eldhús og fær bæsuð eik að njóta sín á móti hvítum sprautulökkuðum efri skápum. Íbúðin er 97 fm að stærð og var húsið sjálft byggt 1957.
Við Ægisíðu í Reykjavík er falleg íbúð á góðum stað. Búið er að skipta um eldhús og fær bæsuð eik að njóta sín á móti hvítum sprautulökkuðum efri skápum. Íbúðin er 97 fm að stærð og var húsið sjálft byggt 1957.
Við Ægisíðu í Reykjavík er falleg íbúð á góðum stað. Búið er að skipta um eldhús og fær bæsuð eik að njóta sín á móti hvítum sprautulökkuðum efri skápum. Íbúðin er 97 fm að stærð og var húsið sjálft byggt 1957.
Innanhússarkitektinn Hanna Stína aðstoðaði húsráðendur við endurbætur á íbúðinni sem gerðar voru 2014. Hvítar fallegar flísar prýða eldhúsið sem er vandað með góðu vinnuplássi. Eldhúsið er opið inn í stofu og er fallegur bólstraður bekkur við eldhúsborðið sem skapar góða stemningu. Í eldhúsinu er tangi sem er upp við stakan vegg í íbúðinni. Í þessari einingu er bæði gott skápapláss, eldavél og innbyggð vifta.
Baðherbergið er sjarmerandi. Það er flísalagt í hólf, með vaski sem er festur við vegginn og speglaskápum.
Í íbúðinni er gróft parket á gólfunum sem skapar hlýleika.