Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir lögbann sýslumannsins í Reykjavík, á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni, út í hött.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir lögbann sýslumannsins í Reykjavík, á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni, út í hött.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir lögbann sýslumannsins í Reykjavík, á umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media unna úr gögnum innan úr Glitni, út í hött.
Bjarni segir í samtali við RÚV að lögbannið komi á einstaklega óheppilegum tímapunkti fyrir hann persónulega en alþingiskosningar fara fram eftir ellefu daga. Hann hafi aldrei reynt að stöðva fréttaflutning þar sem hann sjálfur er fréttaefnið.
„Í fyrsta lagi verð ég að segja að þetta er að koma á alveg einstaklega óheppilegum tíma,“ segir Bjarni. Hann bendir á að fjöldi frétta hafi verið skrifaðar um þessi málefni og hann hafi aldrei gert neina tilraun til að stöðva slíkan fréttaflutning.
„Fólk spyr sig, er eitthvað sem má ekki fjalla um sem snertir Bjarna? Þetta skil ég mjög vel en ég tel að það sé búið að skrifa ótrúlegt magn af fréttum,“ segir Bjarni og bætir við að hann sé ekki sáttur við allar fréttirnar.
„Það breytir því ekki að við verðum að hafa frjálsa fjölmiðla í landinu og verja tjáningarfrelsið og við þurfum að gera mun á opinberum persónum í því samhengi og hinum sem að á ekkert að vera fjalla um.“
Hann segir lögbannið koma á afar óheppilegum tíma og á vissan hátt finnist honum sem mesti fréttaflutningurinn sé að baki. „Menn grípa þetta sem tækifæri í aðdraganda kosninga til að halda því fram að það sé verið að halda einhverju til hliðar. Ég hef aldrei veigrað mér við því að koma með skýringar og svör yfir því sem menn vilja vita um mín málefni,“ segir Bjarni og bætir við hvað hann varði þá sé lögbannið út í hött.
„Mér finnst vont að vera að svara fyrir þetta í dag en ekki að tala um stjórnmálin og framtíðina.“
mbl.is reyndi ítrekað að ná tali af Bjarna í dag en án árangurs.