Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG veit fátt betra en að vera með manninum sínum og börnum þegar hún er ekki að vinna. Í viðtali við Smartland segist hún vera ánægð með lífið eins og það er.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG veit fátt betra en að vera með manninum sínum og börnum þegar hún er ekki að vinna. Í viðtali við Smartland segist hún vera ánægð með lífið eins og það er.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG veit fátt betra en að vera með manninum sínum og börnum þegar hún er ekki að vinna. Í viðtali við Smartland segist hún vera ánægð með lífið eins og það er.
Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér?
„Hress, opin, víðsýn og kát. Réttsýn og tilfinninganæm. Náttúrusinni og feministi.“
Hvað gefur vinnan þér?
„Vinnan mín sem þingkona gefur mér frábær tækifæri að hafa áhrif á samfélagið okkar. Að sitja á Alþingi er mikilvæg leið til að stuðla að breytingum til batnaðar. Það er mjög gefandi.“
Ef þú mættir taka með þér leynigest í matarboð, hver yrði fyrir valinu?
„Obama.“
Ertu dugleg að láta drauma þína rætast?
„Já, stundum. En það eru nokkrir draumar sem ég á eftir að láta rætast.“
Hvað gerir þú þegar þú ert ekki í vinnunni?
„Þá er ég með börnunum mínum og manninum mínum.“
Hvernig lífi lifir þú?
„Mér finnst ég alveg ótrúlega heppin með lífið mitt og mitt hlutskipti. En það er kannski einum of mikið stress í lífinu mínu og ég myndi alveg vilja komast oftar á fjöll.“
Hvað gerir þig hamingjusama?
„Fjölskyldan mín, náttúra, gott kaffi og ferðalög. Já og fyndið fólk!“
Hefur þú átt það til að ofkeyra þig, og ef svo er, hvernig hefur þú brugðist við því?
„Já. Þá hef ég reynt að komast í náttúruna, jóga eða nudd. Eða „sundlaugina fyrir gamla fólkið“ eins og börnin mín kalla sundlaugina við Heilsustofnun Náttúrlækningafélags Íslands í Hveragerði. Þar fáum við okkur líka oft að borða grænmetismat.“
Hvað gerir þú til að vinda ofan af þér?
„Fer í sund. Vesturbæjarlaugin er í göngufæri við okkur og það eru sko lífsgæði.“
Uppáhaldsmatur?
„Ég elska næstum allan mat. Frá sviðum yfir í Udo-núðlusúpu. Frá sláturkepp yfir í hnetusteik. En Miðjarðarhafsmatur er alltaf alveg bestur, sérstaklega líbanskur matur. Hann er stórkostlegur.“
Hvernig er morgunrútínan þín?
„Ég byrja á því að vakna beygluð og illa sofin með 4 og 5 ára börnin mín ofan á mér. Fer fram, kveiki á Rás 1 og bý til hafragraut. Vek manninn minn, son minn og 14 ára dóttur mína því yngsta stúlkan mín er alltaf vöknuð. Fer í sturtu og borða með þeim hafragraut. Reyni að skófla öllum út í tæka tíð. Við maðurinn minn löbbum alltaf saman með yngstu börnin okkar í leikskólann og fáum okkur svo kaffibolla eftir það á Te & kaffi í Aðalstræti. Eða á Reykjavík Roasters ef við höfum tíma. Þá getur dagurinn byrjað.“
Hvernig skipuleggur þú daginn?
„Almennt reyni ég að skipuleggja hann í dagbók og í dagatalinu í símanum, en þykir betra að skipuleggja hann í dagbók. En dagurinn almennt á þinginu er oft nokkuð ófyrirsjáanlegur og í kosningabaráttu fara dagarnir alveg á hvolf.“
Hvernig leggst veturinn í þig?
„Ótrúlega vel. Trúi því að við séum að sigla inn í nýja tíma, tíma breytinga til hins betra.“