Kótelettur í raspi bestar

Kosningavakt Smartlands | 18. október 2017

Kótelettur í raspi bestar

Inga Sæland formaður Flokks fólksins er jákvæðnin og bjartsýnin uppmáluð. Inga er mikill unnandi góðrar tónlistar og nýtur hún þess að hlusta á tónlist þegar slakar á.  

Kótelettur í raspi bestar

Kosningavakt Smartlands | 18. október 2017

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Inga Sæland formaður Flokks fólksins er jákvæðnin og bjartsýnin uppmáluð. Inga er mikill unnandi góðrar tónlistar og nýtur hún þess að hlusta á tónlist þegar slakar á.  

Inga Sæland formaður Flokks fólksins er jákvæðnin og bjartsýnin uppmáluð. Inga er mikill unnandi góðrar tónlistar og nýtur hún þess að hlusta á tónlist þegar slakar á.  

Hvernig mynd­ir þú lýsa sjálfri þér?

Bjartsýnn og brosandi baráttujaxl.

Hvað gef­ur vinn­an þér ?

Kapp og kæti.

Ef þú mætt­ir taka með þér leynigest í mat­ar­boð, hver yrði fyr­ir val­inu?

Hugh Grant.

Ertu dug­leg að láta drauma þína ræt­ast?

Já ég myndi segja það. 

Hvað ger­ir þú þegar þú ert ekki í vinn­unni?

Nýt þess að vera með ástvinum mínum. 

Hvernig lífi lif­ir þú?

Ég er hamingjusöm.

Hvað ger­ir þig ham­ingju­sama?

Fjölskylda og vinir. 

Hef­ur þú átt það til að of­keyra þig, og ef svo er, hvernig hef­ur þú brugðist við því?

Ég reyni að hlaða batteríin með slökun og góðri tónlist.

Hvað ger­ir þú til að vinda ofan af þér?

Tónlistin er mér allt þegar kemur að því slaka á og svífa burt frá öllu amstri og ytra áreiti.

Upp­á­halds­mat­ur?

Kótelettur í raspi hjá henni mömmu.

Hvernig er morg­un­rútín­an þín?

Vakna alltof snemma meira að segja fyrir minn smekk. Stekk undir sturtuna fer síðan fram í eldhús og fæ mér svart kaffi sem ég sest með fyrir framan tölvuna og tek púlsinn bæði á fréttunum og því sem ég þarf að gera þann daginn.

Hvernig skipu­legg­ur þú dag­inn?

Ég er nokkuð viss um það þegar ég leggst á koddann á kvöldin hver verkefni morgundagsins verða.

Hvernig leggst vet­ur­inn í þig?

Þetta verður algjörlega frábær vetur. 

Jákvæðnin skín af Ingu Sæland.
Jákvæðnin skín af Ingu Sæland. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is