Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur daginn snemma og fer út að hlaupa áður en börnin vakna og fara í skólann.
Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur daginn snemma og fer út að hlaupa áður en börnin vakna og fara í skólann.
Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur daginn snemma og fer út að hlaupa áður en börnin vakna og fara í skólann.
Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér?
„Ég myndi segja að ég sé lífsglöð, bjartsýn, samviskusöm, kraftmikil og lausnamiðuð.“
Hvað gefur vinnan þér?
„Tækifæri til að nýta þekkingu mína og reynslu til koma mikilvægum málum í framkvæmd og hafa jákvæð áhrif á samfélagið, bæði hér heima og á alþjóðavettvangi.“
Ef þú mættir taka með þér leynigest í matarboð, hver yrði fyrir valinu?
„Fyrsti sem mér dettur í hug er Emmsjé Gauti. Hef haft lagið „Reykjavík er okkar“ á heilanum í nokkurn tíma.“
Ertu dugleg að láta drauma þína rætast?
„Já, klárlega.“
Hvað gerir þú þegar þú ert ekki í vinnunni?
„Þá á ég samverustundir með fjölskyldu og vinum. Mér finnst líka gaman að elda, veiða og spila golf þegar tími gefst til.“
Hvernig lífi lifir þú?
„Annasömu en æsispennandi.“
Hvað gerir þig hamingjusama?
„Það er án efa fjölskylda og vinir. Svo er ég heppin að fá að starfa við það sem ég hef áhuga á.“
Hefur þú átt það til að ofkeyra þig, og ef svo er, hvernig hefur þú brugðist við því?
„Þegar álagið verður sem mest þá er nauðsynlegt að kúpla sig út í smá stund, knúsa börnin og njóta þess að vera til. Hreyfing er líka ótrúlega góð leið til að létta á álagi og streitu.“
Hvað gerir þú til að vinda ofan af þér?
„Mér finnst afslappandi að lesa góða bók enda mikill bókaormur.“
Uppáhaldsmatur?
„Íslenskt lambakjöt í tandoori-ofni á Austur-Indíafélaginu.“
Hvernig er morgunrútínan þín?
„Ég reyni að byrja daginn snemma með því að fara út að hlaupa. Það er ótrúlega gott til að hreinsa hugann og núllstilla sig fyrir verkefni dagsins. Svo græjum við krakkana í skólann. Alltaf mikið fjör rétt fyrir skóladaginn. Ef tími gefst til þá er tekinn kaffibolli og ristað brauð áður en haldið er til vinnu.“
Hvernig skipuleggur þú daginn?
„Öllu jöfnu þá reyni ég að skipuleggja daginn kvöldið áður til að tíminn nýtist sem best. Flestir dagar eru mjög annasamir og sumir alveg óútreiknanlegir, sérstaklega í kosningabaráttu.“
Hvernig leggst veturinn í þig?
„Bara mjög vel. Fullt af tækifærum og spennandi áskorunum til að takast á við.“