Byrjar daginn á útihlaupum

Kosningavakt Smartlands | 20. október 2017

Byrjar daginn á útihlaupum

Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur daginn snemma og fer út að hlaupa áður en börnin vakna og fara í skólann. 

Byrjar daginn á útihlaupum

Kosningavakt Smartlands | 20. október 2017

Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Ljósmynd/Stina Terrazas

Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur daginn snemma og fer út að hlaupa áður en börnin vakna og fara í skólann. 

Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur daginn snemma og fer út að hlaupa áður en börnin vakna og fara í skólann. 

Hvernig mynd­ir þú lýsa sjálfri þér?

„Ég myndi segja að ég sé lífsglöð, bjartsýn, samviskusöm, kraftmikil og lausnamiðuð.“

Hvað gef­ur vinn­an þér?

„Tækifæri til að nýta þekkingu mína og reynslu til koma mikilvægum málum í framkvæmd og hafa jákvæð áhrif á samfélagið, bæði hér heima og á alþjóðavettvangi.“

Ef þú mætt­ir taka með þér leynigest í mat­ar­boð, hver yrði fyr­ir val­inu?

„Fyrsti sem mér dettur í hug er Emmsjé Gauti. Hef haft lagið „Reykjavík er okkar“ á heilanum  í nokkurn tíma.“

Ertu dug­leg að láta drauma þína ræt­ast?

„Já, klárlega.“

Hvað ger­ir þú þegar þú ert ekki í vinn­unni?

„Þá á ég samverustundir með fjölskyldu og vinum. Mér finnst líka gaman að elda, veiða og spila golf þegar tími gefst til.“

Hvernig lífi lif­ir þú?

„Annasömu en æsispennandi.“

Hvað ger­ir þig ham­ingju­sama? 

„Það er án efa fjölskylda og vinir. Svo er ég heppin að fá að starfa við það sem ég hef áhuga á.“

Hef­ur þú átt það til að of­keyra þig, og ef svo er, hvernig hef­ur þú brugðist við því?

„Þegar álagið verður sem mest þá er nauðsynlegt að kúpla sig út í smá stund, knúsa börnin og njóta þess að vera til. Hreyfing er líka ótrúlega góð leið til að létta á álagi og streitu.“

Hvað ger­ir þú til að vinda ofan af þér?

„Mér finnst afslappandi að lesa góða bók enda mikill bókaormur.“

Upp­á­halds­mat­ur?

„Íslenskt lambakjöt í tandoori-ofni á Austur-Indíafélaginu.“

Hvernig er morg­un­rútín­an þín?

„Ég reyni að byrja daginn snemma með því að fara út að hlaupa. Það er ótrúlega gott til að hreinsa hugann og núllstilla sig fyrir verkefni dagsins. Svo græjum við krakkana í skólann. Alltaf mikið fjör rétt fyrir skóladaginn. Ef tími gefst til þá er tekinn kaffibolli og ristað brauð áður en haldið er til vinnu.“

Hvernig skipu­legg­ur þú dag­inn?

„Öllu jöfnu þá reyni ég að skipuleggja daginn kvöldið áður til að tíminn nýtist sem best. Flestir dagar eru mjög annasamir og sumir alveg óútreiknanlegir, sérstaklega í kosningabaráttu.“

Hvernig leggst vet­ur­inn í þig?

„Bara mjög vel. Fullt af tækifærum og spennandi áskorunum til að takast á við.“

mbl.is