Þúsundir komu saman á Möltu í dag til að minnast rannsóknarblaðakonunnar Daphne Caruna Galizia og krefjast réttlætis vegna morðsins á henni. Galiza lést á mánudaginn eftir að sprengja sem komið hafði verið fyrir í bíl hennar, sprakk, þegar hún var nýlögð af stað frá heimili sínu. BBC greinir frá.
Þúsundir komu saman á Möltu í dag til að minnast rannsóknarblaðakonunnar Daphne Caruna Galizia og krefjast réttlætis vegna morðsins á henni. Galiza lést á mánudaginn eftir að sprengja sem komið hafði verið fyrir í bíl hennar, sprakk, þegar hún var nýlögð af stað frá heimili sínu. BBC greinir frá.
Þúsundir komu saman á Möltu í dag til að minnast rannsóknarblaðakonunnar Daphne Caruna Galizia og krefjast réttlætis vegna morðsins á henni. Galiza lést á mánudaginn eftir að sprengja sem komið hafði verið fyrir í bíl hennar, sprakk, þegar hún var nýlögð af stað frá heimili sínu. BBC greinir frá.
Galizia hafði sakað stjórnvöld á Möltu um spillingu en hún hafði fjallað ítarlega um Panamaskjölin og tengsl ráðamanna við aflandsfyrirtæki. Hún hélt úti bloggsíðu þar sem hún kom skrifum sínum á framfæri, og færslur hennar fengu mikinn lestur.
Einhverjir stjórnstjórnmálamenn héldu sig frá fjöldafundinum í dag, þar á meðal forsætisráðherra Möltu, Joseph Muscat, sem sagðist ekki ætla að mæta því fjölskylda Galizia vildi ekki hafa hann á staðnum. „Ég veit hvar ég á að vera og hvar ég á ekki að vera,“ sagði Muscat í útvarpsviðtali nokkrum klukkutímum fyrir fjöldafundinn. „Ég er ekki hræsnari.“
Eiginkona Muscats er meðal þeirra sem Galizia sakaði um spillingu, en Muscat sjálfur hefur alltaf neitað því að hafa gert nokkuð rangt og hét því að segja af sér ef í ljós kæmi að fjölskylda hans ætti leynilega aflandsreikninga líkt og Galizia hafði fullyrt. Hann hefur sagt opinberlega að morðið á henni sé villimannslegt og að hann uni sér ekki hvíldar fyrr en málið hefur verið rannsakað til hlítar.
Þá mætti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Adrian Delia, ekki heldur á fjöldafundinn. Hann sagðist ekki vilja vekja reiði, en Galizia hafði einnig sakað hann um spillingu.
Forseti Möltu, Marie-Louise Coleiro Preca, var viðstödd fjöldafundinn þar sem fólk veifaði maltneska fánanum hélt á skiltum með áletruninni „Það eru skúrkar alls staðar“ og „Blaðamenn verða ekki þvingaðir til þagnar“.
Francesca Aquilina, sem var á fundinum, sagði í samtali við AFP-fréttastofuna að yfirvöld væru með „blóð á höndum sínum“ og Camelo Pace sagði stjórnmálamenn „gráta krókódílatárum“.
Ríkisstjórn Möltu hefur boðið eina milljón evra í verðlaun og heitið fullri vernd þeim sem getur veitt upplýsingar um morðið á Galizia.