Gagnaleki um þá ríku í vændum

Panamaskjölin | 25. október 2017

Gagnaleki um þá ríku í vændum

Fjárhagsupplýsingar marga af ríkustu einstaklingum heims verða birtar á opinberum vettvangi í kjölfar stuldar á gögnum úr tölvufyrirtæki lögmannsstofunnar Appleby.

Gagnaleki um þá ríku í vændum

Panamaskjölin | 25. október 2017

Í fyrra var það Mossack Fonseca en nú er það …
Í fyrra var það Mossack Fonseca en nú er það Appleby.

Fjárhagsupplýsingar marga af ríkustu einstaklingum heims verða birtar á opinberum vettvangi í kjölfar stuldar á gögnum úr tölvufyrirtæki lögmannsstofunnar Appleby.

Fjárhagsupplýsingar marga af ríkustu einstaklingum heims verða birtar á opinberum vettvangi í kjölfar stuldar á gögnum úr tölvufyrirtæki lögmannsstofunnar Appleby.

Samkvæmt frétt Telegraph var brotist inn í tölvukerfi lögmannsstofunnar á Bermuda nýverið. Appleby segist eiga von á því að gögnin verði birt þar sem fjölmiðlasamtök sem birtu Panama-skjölin höfðu haft samband við stofuna.

Um er að ræða alþjóðlegu samtökin International Consortium of Investigative Journalists (ICIJ) og tengdir fjölmiðla. Appleby segist hafa farið yfir gögnin og í þeim sé ekkert að finna um að lög hafi verið brotin, hvorki af hálfu stofunnar né viðskiptavina hennar. 

Appleby segir að þó svo einhver haldi því fram að lög hafi verið brotin þá sé það ekki rétt og að stofan sé reiðubúin til sarmstarfs við réttmæt yfirvöld verði farið í rannsókn á gögnunum.

Í frétt Telegraph kemur fram að brotist hafi verið inn í tölvukerfi Appleby í fyrra. 

Ekkert hefur verið fjallað um gögnin í fjölmiðlum en ICIJ stóð á bak við fréttavinnslu upp úr Panama-skjölunum í fyrra. Samkvæmt forsíðufrétt Telegraph er von á því að upplýsingar um fjármál margra af ríkustu einstaklingum heims verði væntanlega birtar. Þar á meðal séu einhverjir af ríkasta fólki Bretlands. Það fólk sé þegar farið að undirbúa sig undir fréttirnar með því að ráða almennatengslafyrirtæki og lögmenn til að starfa til að vernda orðspor sitt.

Fréttirnar verði væntanlega birtar á næstu dögum upp úr gögnum Appleby.

mbl.is