Alonso í Daytona 24

Formúla-1/McLaren | 26. október 2017

Alonso í Daytona 24

FernandoAlonso mun keppa í sólarhringskappakstrinum í Daytona í Flórída í Bandaríkjunum í janúar. Verður það frumraun hans í því sögufræga móti.

Alonso í Daytona 24

Formúla-1/McLaren | 26. október 2017

FernandoAlonso mun keppa í sólarhringskappakstrinum í Daytona í Flórída í Bandaríkjunum í janúar. Verður það frumraun hans í því sögufræga móti.

FernandoAlonso mun keppa í sólarhringskappakstrinum í Daytona í Flórída í Bandaríkjunum í janúar. Verður það frumraun hans í því sögufræga móti.

Alonso mun aka Ligier JS P217  bíl fyrir liðið United Autosport ásamt Lando Norris og Phil Hanson, en sá fyrrnefndi er á mála hjá McLaren og nýkrýndur meistari í formúlu-3.

United Autosports er að hluta til í eigu framkvæmdastjóra McLaren, Zak Brown.

Alonso hefur ekki áður keppt á svonefndum frumgerðar sportbílum. Hann mun æfa sig á keppnisbílnum í Daytona 5.-7. janúar en sjálfur kappaksturinn fer svo fram helgina 26 og 27. janúar.

„Spennandi verkefni að kljást við. Að læra á alveg nýja keppnisgrein, aðlaga sig að öðruvísi bíl og nýjum akstursstíl og öllu því sem því fylgir. Þetta er ný áskorun og ég get vart beðið eftir því að takast á við hana,“ segir Alonso.

Sólarhringskappaksturinn í Daytona er mesti þolkappakstur ársins í Bandaríkjunum og í hópi þeirra stærstu í veröldinni.

mbl.is