Betri er enginn vinur en falskur vinur!

Hugleiðingar Einars Áskelssonar | 27. október 2017

Betri er enginn vinur en falskur vinur!

„Hvað er það erfiðasta við að vera manneskja? Já, stórt spurt en ég ímynda mér að ofarlega á listanum séu samskipti við aðrar manneskjur. Ekki satt? Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá komumst við ekki hjá því að vera í einhvers konar samskiptum. Í dag aldrei eins auðvelt með allri flórunni af samfélagsmiðlum,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli: 

Betri er enginn vinur en falskur vinur!

Hugleiðingar Einars Áskelssonar | 27. október 2017

Einar Áskelsson.
Einar Áskelsson.

„Hvað er það erfiðasta við að vera manneskja? Já, stórt spurt en ég ímynda mér að ofarlega á listanum séu samskipti við aðrar manneskjur. Ekki satt? Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá komumst við ekki hjá því að vera í einhvers konar samskiptum. Í dag aldrei eins auðvelt með allri flórunni af samfélagsmiðlum,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli: 

„Hvað er það erfiðasta við að vera manneskja? Já, stórt spurt en ég ímynda mér að ofarlega á listanum séu samskipti við aðrar manneskjur. Ekki satt? Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá komumst við ekki hjá því að vera í einhvers konar samskiptum. Í dag aldrei eins auðvelt með allri flórunni af samfélagsmiðlum,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli: 

Var að hugsa. Sem ég geri stundum. Áttaði mig á að á rúmlega 2 árum hefur aldrei verið eins mikil velta af fólki í lífinu mínu. Kynnst fjölmörgu fólki sem hefur komið, farið, ég farið og svo staldra sumir við. Sjálfsagt eins og gengur og gerist. Við náum ekki öll að tengjast og eigum ekki samleið. Ef það er afgreitt á heiðarlegan hátt er ekkert við það að athuga.

Ég hef alltaf verið næmur á fólk og á stundum of auðvelt að sjá í gegnum það. Ekki upptekinn af þessu en fæ hugboð er ég kynnist nýju fólki. Þá veit ég hvort samskipti við viðkomandi hafi tilgang. Þetta er meðfæddur eiginleiki sem kom sér vel í mínum störfum í lífinu þar sem ég þarf að geta unnið með hópi fólks sem er ólíkt. Oft fundist þetta áhugavert og gaman að upplifa aftur og aftur sömu hópamynstrin verða til á til dæmis vinnustöðum. Í 30 manna hópi eru nokkrir sem láta ekkert fyrir sér hafa. Nokkrir sem hafa mikla þörf að fá athygli og stjórna. Kallaði þann hóp skæruliðana! Aðrir, og flestir, eru þar á milli. Þá er skemmtilegt viðfangsefni. 

Já í 2 ár hef ég haft tíma til að velta samskiptum fyrir mér. Sem hluta af eigin sjálfsskoðun, fortíðinni og nútíðinni. Sjálfsskoðun er erfið og að fá endurgjöf á það sem mætti betur fara í samskiptum. Samt eina leiðin til að bæta sig í samskiptum. Við erum fljót að dæma að aðrir séu lélegir í samskiptum en spáum minna í okkur sjálf held ég. Spáum enn minna í hvort okkar framkoma geti haft neikvæð áhrif á viðkomandi. 

Fyrst ég er að ræða samskipti verð ég að útskýra hvað hafði mótandi áhrif á mig sem manneskju og hæfni mína í samskiptum. Á sögu úr æsku þar sem á tímabili ég ól með mér ofsakvíða og ótta, og þróaði um leið meðvirkni og ótta við höfnun. Sem óþroskuð sál mótaðist ég sem manneskja af þessum tilfinningum og hegðun.  Ég geng með þessa lesti út í lífið og það var vitað mál að ég myndi reka mig á í samfélagi mannanna. Ég hafði alið upp með mér hæfileika að setja mig í hlutverk og á mig grímur í ákveðnum aðstæðum. Alltaf í vörn og ótta við að fólk gæti séð í gegnum mig, eins og ég upplifði það. Þarf varla að útskýra nánar fyrir þeim sem þetta þekkja. Samgleðst öðrum sem þekkja þetta ekki. 

Á milli tvítugs og þrítugs auðnaðist mér (í neyð) að vinna í mér sem manneskja. Fara í þessa sjálfsskoðun þ.m.t. hvernig samskiptin mín voru gagnvart öðrum. Ég komst að því að mín upplifun í samskiptum var þveröfug á við aðra. Ég kunni ekki að eiga samskipti við fólk! Fólk upplifði mig kannski hrokafullan en ég var lítill í mér og leið illa. Þetta varð mér mikil kennsla og átak að breyta, en stórt þroskaskref fram á við. Enda fór mér að ganga vel í lífinu upp frá því. Um leið og þér fer að ganga vel þá líður þér betur, færð betra sjálfstraust sem hefur áhrif á mann sem manneskju og í samskiptum við fólk. Öðlast betri hæfni í að takast á við mótlæti að auki. En þessu ber að viðhalda.

Meðvirkni. Þeir sem þekkja til vita angistina að upplifa að fólki líki ekki við þá. Hvað gerir sá meðvirki? Er tilbúinn að afsala sínu „sjálfi“ og gerir allt til að viðkomandi líki við þig. Í hvaða stöðu ertu kominn? Jú nú getur viðkomandi stjórnað hegðun og líðan þinni að vild. Meðvitað eða ómeðvitað. Þú leyfir það. Ég komst að því að rótin að minni meðvirkni var ótti við höfnun. Að vera ekki talinn nógu góður og verða útundan. Það var sárt. Mér leið ekki aðeins þannig að geta ekki verið ég sjálfur heldur vissi ég ekki hvert mitt sjálf var. Þetta er eins og að vera í fangelsi hugans í sálarhlekkjum. Ég leitaði hjálpar og geri enn. Er eilífðarverkefni. Þú getur ímyndað þér frelsið að komast úr þessum vítahring.

Eru vond samskipti ofbeldi? Það sem er erfiðast, og mesti lærdómur samskipta, er þegar þú kynnist fólki, gengur og svo kemur þögn. Ég átta mig svo á að ég átti kannski alltaf frumkvæðið að samskiptunum. Þá hef ég samband og það er látið eins og allt sé í fína.  Næmnin mín sér í gegnum það. Sá meðvirki í þessari stöðu væri öngum sínum að vita hvað hann gerði rangt. Ekkert. Sumt fólk er þannig að það hefur áhuga á þér eftir hentugleika. Gengur svo langt að hreinlega notfæra sér vinskap ef það hentar þeim. Það hefur slæm og sár áhrif á þig en þú áttar þig ekki. Ég hef, í gegnum veikindi mín, þurft að loka á samskipti við fólk. Oftast ráðlagt það sem lið í að vinna á t.d. meðvirkninni. Í þeim tilfellum hafði næmnin gefið mér hugboð en sökum meðvirkni hlustaði ég ekki. Og brenndi mig.  Hver sem ástæðan er fyrir samskiptum eins ég lýsi að ofan, þáfinnst mér þetta ruddaleg framkoma og jaðrar við  andlegt ofbeldi. Get ekki fullyrt það þó að mig langi.

Góð dæmi um afar sérkennilegt samskiptaferli þegar aðili hefur samband og stingur upp á kaffihittingi. Ekki málið en svo líður tími. Þú hefur samband við viðkomandi um þennan hitting. Þá fer ólíkindaleg atburðarás í gang. Viðkomandi (sem sjálfur stakk upp á hittingnum) kemur með kannski loðin svör og er skyndilega ofurupptekinn. Alltaf að finna nýjan tíma. Ég nefni þetta því ég hef oftar en einu sinni lent í þessu. Auðvitað sé ég í gegnum þetta en merkilegt að fólk gerir það ekki sjálft og ber ekki þroska og þor að segja að það hafi ekki áhuga á að hittast. Hver sem ástæðan er. Ég tæki það ekki nærri mér. En dónaskapur að láta fólk eltast við sig sem gæti skapað mikla vanlíðan hjá viðkomandi sem er í raun ofbeldi. En viðkomandi er vonandi ekki svo illgjarn að gera það með ásetningi. 

Ég hef upplifað alla flóru samskipta. Ég er ekkert saklaus og hef ábyggilega sýnt af mér þá hegðun sem ég gagnrýni. Veit það ekki en aldrei af beinum ásetningi. Líkt og ég nefndi þá hef ég lært af reynslu og er naskur að lesa í gegnum fólk. Finnst það ekki þægilegt ef einhver allt í einu hættir að hafa samband en ég tek það ekki lengur nærri mér. Ég hleypi fólki ekki svo glatt nálægt mér þó að ég sé opinn í opinberri umræðu. Tvennt ólíkt. 

Á ég ráð eða gullna patentlausn? Líklega ekki. Þetta er gamla klisjan að líta í eigin barm ef til dæmis bjátar á í samskiptum að spá hvaða þátt gæti ég átt í því. Viðurkenna og biðjast afsökunar ef ég hef sært viðkomandi. Enginn er fullkominn og við gerum mistök. Gullna reglan er að gæta þess að koma fallega fram. Við allt fólk. Ég get stjórnað því. Eg get ekki stjórnað því hvernig aðrir bregðast við.

Að lokum. Það getur verið sárt að uppgötva að vinur reynist ekki vinur er á á þarf að halda. Mér var ráðlagt að í öllum vonbrigðum og mótlæti leynast tækifæri. Í þessu tilfelli þá færðu staðfest að viðkomandi er ekki vinur og getur hætt að búa til væntingar sem enda í vonbrigðum. Að auki ertu búin að einfalda lífið þitt til muna. 

Betra er enginn vinur en falskur vinur. Er það ekki?

mbl.is