Kosið í kjölfar hneykslismála

Panamaskjölin | 28. október 2017

Kosið í kjölfar hneykslismála

Eftir bankakreppu, hneykslismál tengd Panama-skjölunum og barnaníð ganga Íslendingar að kjörborðinu, segir í frétt Bloomberg en töluvert er fjallað um alþingiskosningarnar í erlendum fjölmiðlum. Mjög er rætt um hneykslismál í íslensku samfélagi á erlendum fjölmiðlum. En einnig er fjallað um gott efnahagsástand á Íslandi og það rakið til mikillar uppsveiflu í ferðaþjónustu.

Kosið í kjölfar hneykslismála

Panamaskjölin | 28. október 2017

Kjörstaðir verða opnir frá 9 til 22.
Kjörstaðir verða opnir frá 9 til 22. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eftir bankakreppu, hneykslismál tengd Panama-skjölunum og barnaníð ganga Íslendingar að kjörborðinu, segir í frétt Bloomberg en töluvert er fjallað um alþingiskosningarnar í erlendum fjölmiðlum. Mjög er rætt um hneykslismál í íslensku samfélagi á erlendum fjölmiðlum. En einnig er fjallað um gott efnahagsástand á Íslandi og það rakið til mikillar uppsveiflu í ferðaþjónustu.

Eftir bankakreppu, hneykslismál tengd Panama-skjölunum og barnaníð ganga Íslendingar að kjörborðinu, segir í frétt Bloomberg en töluvert er fjallað um alþingiskosningarnar í erlendum fjölmiðlum. Mjög er rætt um hneykslismál í íslensku samfélagi á erlendum fjölmiðlum. En einnig er fjallað um gott efnahagsástand á Íslandi og það rakið til mikillar uppsveiflu í ferðaþjónustu.

Bloomberg, AFP, Guardian, Politiken, Washington PostSouth China Morning Post, BBCAljazeera, New York Times og fleiri fjölmiðlar fjalla um Ísland í dag og undanfarna daga vegna kosninganna sem fram fara í dag.

AFP segir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi boðað til kosninganna í kjölfar stjórnarslita í tengslum við hneykslismál tengd föður Bjarna. Þar er vísað í skoðanakannanir, svo sem Morgunblaðsins og RÚV, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi. 

Erfiðlega gæti gengið að mynda ríkisstjórn í kjölfar kosninga og jafnvel þyrfti að mynda fjögurra flokka stjórn. Um fjórðu þingkosningar frá árinu 2008 sé að ræða á Íslandi en ár sé liðið frá síðustu kosningum. 

AFP fjallar um mál Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, leiðtoga Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sem sagði af sér embætti í kjölfar upplýsinga sem birtar voru um hann í Panama-skjölunum. 

Skjáskot af Politiken í gær

Það veki furðu að sjá nöfn 600 Íslendinga í Panama-skjölunum en þar var að finna upplýsingar um fólk sem geymdi peninga í skattaskjólum, hjá þjóð sem aðeins telur 340 þúsund manns.

Líkir Sigmundi Davíð við Trump 

New York Times fjallar mest um aðkomu Sigmundar Davíðs að kosningunum nú sem leiðtogi Miðflokksins. Meðal annars er rætt við Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóra Reykjavik Media, sem stýrði umfjöllun um Panama-skjölin á Íslandi. Jóhannes líkir Sigmundi Davíð við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, „Hann er með hóp af fólki í kringum sig sem kýs hann sama hvað hann segir eða gerir.“

AFP-fréttastofan ræðir meðal annars við Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, um upprisu Sjálfstæðisflokksins og vísar Hannes í orð James Carville, eins helsta ráðgjafa Bills Clintons, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna: „Efnahagsmálin, vitleysingarnir ykkar!“

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins treysti flokknum best til þess að leiða efnahagsstöðugleika og vöxt. 

Meðal annars er komið inn á slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandsins í kjölfar makríldeilunnar 2015. Þá voru Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn.

Staða Íslands sé miklu betri en Grikklands og að sögn Evu Sveinsdóttur, 33 ára kjósanda Sjálfstæðisflokksins og vísar til slita á viðræðum við ESB. Ef Ísland væri innan ESB þá væri búið að taka fiskveiðilögsöguna frá Íslendingum.

En kjósendur flokka sem eru meira til vinstri gagnrýna í samtali við AFP stöðuna á fasteignamarkaði og að allt miðist hér við ungt fólk sem eigi ríka foreldra.

mbl.is