Vonbrigði að detta út í morgun

Uppreist æru | 29. október 2017

Vonbrigði að detta út í morgun

„Vonbrigðatilfinningin er í mér enn, sérstaklega þar sem undir morgun leit út fyrir að ég yrði jöfnunarþingmaður,“ segir Hildur Sverrisdóttir, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Hildur féll út af þingi í nýafstöðnum þingkosningum.

Vonbrigði að detta út í morgun

Uppreist æru | 29. október 2017

Hildur Sverrisdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Sverrisdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Vonbrigðatilfinningin er í mér enn, sérstaklega þar sem undir morgun leit út fyrir að ég yrði jöfnunarþingmaður,“ segir Hildur Sverrisdóttir, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Hildur féll út af þingi í nýafstöðnum þingkosningum.

„Vonbrigðatilfinningin er í mér enn, sérstaklega þar sem undir morgun leit út fyrir að ég yrði jöfnunarþingmaður,“ segir Hildur Sverrisdóttir, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Hildur féll út af þingi í nýafstöðnum þingkosningum.

„Þetta eru vonbrigði fyrir mig persónulega en ég hefði viljað fá tækifæri til að gera vel þarna.“

Hildur telur að úrslitin séu þó aðallega mikil vonbrigði fyrir frjálslyndi í landinu. „Ég held að sú ríkisstjórn sem var sprengd upp hafi verið frjálslyndasta ríkisstjórn sögunnar. Það er augljóst að frjálslyndið tapaði í þessu upphlaupi og umrótinu sem fylgdi því og það er umhugsunarefni.“

Spurð um stöðu kvenna þar sem 24 konur náðu á þing í stað 30 í fyrra segir hún það einnig umhugsunarefni. „Þrátt fyrir það pólitíska moldvirði sem olli stjórnarslitunum, sem við vitum núna að var byggt að einhverju leyti á misskilningi, en hafði yfirheiti tengt réttindum kvenna, þá má ekki gleymast að sú ríkisstjórn var mjög meðvituð um rétt kvenna og barðist fyrir jafnréttismálum,“ segir Hildur og bætir við að niðurstöður kosninganna hafi því í raun snúist upp í andhverfu sína miðað við málefnin sem sögð voru ástæða kosninganna.

Aðspurð hlær Hildur þegar hún er spurð hvort hún hyggist snúa aftur í borgarmálin eða hvað taki nú við, enda eru einungis nokkrir klukkutímar síðan ljóst varð að hún missti sæti sitt á þingi. „Það er allt of snemmt að segja eitthvað til um það.“

mbl.is