Forsvarsmenn Dunkin' Donuts á Íslandi hafa tekið ákvörðun um að loka staðnum á Laugavegi frá og með 1. nóvember. Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri Dunkin´ Donuts á Íslandi, segir að ákvörðunin byggist á því að rekstrartap sé á þessum stað, einkum vegna hás húsnæðiskostnaðar þar sem staðurinn sé mjög stór í fermetrum talið.
Forsvarsmenn Dunkin' Donuts á Íslandi hafa tekið ákvörðun um að loka staðnum á Laugavegi frá og með 1. nóvember. Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri Dunkin´ Donuts á Íslandi, segir að ákvörðunin byggist á því að rekstrartap sé á þessum stað, einkum vegna hás húsnæðiskostnaðar þar sem staðurinn sé mjög stór í fermetrum talið.
Forsvarsmenn Dunkin' Donuts á Íslandi hafa tekið ákvörðun um að loka staðnum á Laugavegi frá og með 1. nóvember. Sigurður Karlsson, framkvæmdastjóri Dunkin´ Donuts á Íslandi, segir að ákvörðunin byggist á því að rekstrartap sé á þessum stað, einkum vegna hás húsnæðiskostnaðar þar sem staðurinn sé mjög stór í fermetrum talið.
„Þrátt fyrir að daglega sæki mikill fjöldi viðskiptavina staðinn þá ber reksturinn sig ekki í þessu húsnæði. Það að reka 350 fermetra kaffihús í miðbæ Reykjavíkur reyndist of kostnaðarsamt fyrir okkur og þess vegna er þessi ákvörðun tekin,“ er haft eftir Sigurði í fréttatilkynningu frá Dunkin' Donuts. Hann segir að ekki séu fyrirhugaðar breytingar á rekstri annarra kaffihúsa keðjunnar.
Rúm tvö ár eru síðan fyrsti Dunkin' Donuts-staðurinn var opnaður hér á landi og vakti sú opnun mikla athygli. Kvöldið fyrir opnun var tekin að myndast röð fyrir utan staðinn og vikuna eftir opnun var röð út fyrir dyrnar alla dagana.
Þá var haft eftir Árna Pétri Jónssyni, forstjóra Dunkin' Donuts, að um 10-14 þúsund kleinuhringir hefðu selst á dag. Við opnunina 2015 stóð til að Dunkin' Donuts-staðirnir yrðu orðnir 16 talsins á Íslandi að fimm árum liðnum en eftir lokunina á Laugavegi eru staðirnir fjórir talsins.