Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hélt heldur óvenjulega tónleika í morgun en hann spilaði á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund ásamt föður sínum, Einari Georg Einarssyni.
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hélt heldur óvenjulega tónleika í morgun en hann spilaði á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund ásamt föður sínum, Einari Georg Einarssyni.
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti hélt heldur óvenjulega tónleika í morgun en hann spilaði á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund ásamt föður sínum, Einari Georg Einarssyni.
Tónleikarnir voru svokallaðir „off venue“-tónleikar á Airwaves-hátíðinni, sem hefst formlega síðar í dag. „Það var troðfullt út úr dyrum en það komu miklu fleiri en í fyrra og árið þar áður,“ segir Guðbjörg R. Guðmundsdóttir, samskipta- og kynningarfulltrúi Grundar, en tónleikar í tengslum við Airwaves-hátíðina hafa verið haldnir á Grund undanfarin ár.
„Þetta voru skemmtilegir tónlistarmenn og þeir spiluðu tónlist sem höfðaði til heimilisfólks,“ segir Guðbjörg en auk heimilisfólks kom talsverður fjöldi erlendra ferðamanna til að fylgjast með Ásgeiri Trausta. Auk þess var hópur af leikskólabörnum sem fylgdist með tónleikunum.
„Heimilismenn kunnu vel að meta þetta og finnst skemmtilegt að hlusta á unga fólkið spila, þótt pabbi hans Ásgeirs Trausta sé ekki ungur,“ segir Guðbjörg og hlær.
„Ásgeir er einstakur og höfðar til allra.“