Aldrei lent í viðlíka aðstæðum

Óveður í nóvember 2017 | 6. nóvember 2017

Aldrei lent í viðlíka aðstæðum

Svissneski loftslagsfræðingurinn og skíða- og fjallaleiðsögumaðurinn Dario Schwoerer var á fullu við að dæla vatni úr skútu sinni þegar mbl.is hringdi í hann í morgun. „Geturðu hringt eftir klukkutíma, við erum að reyna að koma í veg fyrir að skútan sökkvi,“ sagði Dario.

Aldrei lent í viðlíka aðstæðum

Óveður í nóvember 2017 | 6. nóvember 2017

Dario Schwoerer og Sabine kona hans vi skútuna Pachamama sem …
Dario Schwoerer og Sabine kona hans vi skútuna Pachamama sem hefur verið heimili þeirra í 17 ár. Þau voru hætt komin ásamt börnum sínum í ofsaveðrinu í gær. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Svissneski loftslagsfræðingurinn og skíða- og fjallaleiðsögumaðurinn Dario Schwoerer var á fullu við að dæla vatni úr skútu sinni þegar mbl.is hringdi í hann í morgun. „Geturðu hringt eftir klukkutíma, við erum að reyna að koma í veg fyrir að skútan sökkvi,“ sagði Dario.

Svissneski loftslagsfræðingurinn og skíða- og fjallaleiðsögumaðurinn Dario Schwoerer var á fullu við að dæla vatni úr skútu sinni þegar mbl.is hringdi í hann í morgun. „Geturðu hringt eftir klukkutíma, við erum að reyna að koma í veg fyrir að skútan sökkvi,“ sagði Dario.

Dario var hætt komin í ofsaveðrinu í gær ásamt fjölskyldu sinni sem býr um borð í skútunni Pachamama, sem hefur landfestar í Akureyrarhöfn í vetur. Dario hefur ásamt Sabine konu sinni siglt skútunni um heiminn í 17 ár. Þau hjón eiga sex börn fæðst hafa á ferðalagi þeirra um heiminn og yngsta barnið kom einmitt í heiminn á sjúkrahúsinu á Akureyri fyrir tveimur mánuðum. Með fjölskyldunni í för er svo ein aðstoðarkona Miriam.

Dario ásamt starfsmanni Akureyrarhafnar, sem drógu kútuna á öruggan stað …
Dario ásamt starfsmanni Akureyrarhafnar, sem drógu kútuna á öruggan stað í aðalhöfninni í morgun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þegar blaðamaður hringdi aftur klukkutíma síðar var ástand skútunnar orðið stöðugt og ljóst að Pachamama muni ekki sökkva, svo framarlega sem dælibúnaðurinn haldi áfram að virka. Skútan var með landfestar við Torfunefsbryggju sem var mjög illa varin fyrir suðaustanáttinni í gær og nótt. Það mátti því vart tæpara standa þegar björgunarsveitarfólki og lögreglu tókst að bjarga þeim á land í nótt.

Björgunarbátar og brimbretti voru sett upp við flotbryggjuna til að …
Björgunarbátar og brimbretti voru sett upp við flotbryggjuna til að koma í veg fyrir að skútan lemdist í bryggjuna. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Verulegt áfall fyrir fjölskylduna

„Þetta var erfið nótt hjá fjölskyldunni,“ segir Dario en á þeim 17 árum sem þau Sabine hafa siglt um heimsins höf hafa þau aldrei lent í sambærilegum aðstæðum. „Við höfum lent í vondu veðri í Alaska þar sem vindhraðinn náði 100 hnútum, en við höfum aldrei lent í svona kröftugum og öfgafullum vindi. Skútan hefur líka einu sinni skemmst. Það var í Suður-Kyrrahafi árið 2004, þegar við fengum utan í okkur gám sem hafði losnað í stormi af fraktskipi og olli nokkrum skemmdum. Núna eru skemmdirnar hins vegar umtalsverðar,“ segir hann. „Þetta er verulegt áfall fyrir okkur sem fjölskyldu, af því að þetta er heimili okkar.“

Dario segir ölduhæðina hafa verið mikla og þá hafi vindstrengurinn legið þannig að skútan barst frá bryggjunni. Nokkr­ar minni skút­ur voru í höfn­inni sem lömdust utan í flotbryggjuna og voru nokkrar þeirra við það að lenda í klettunum, eng­inn var hins vegar um borð í þeim.

Skúta fjöl­skyld­unn­ar, sem er mun stærri, losnaði hins vegar  al­veg frá, en að sögn varðstjóra hjá Lögreglunni á Akureyri slitnuðu fest­ing­ar (fing­ur) sem skút­urn­ar eru fest­ar sam­an með við flot­bryggj­una. 

Urðu að skríða yfir bryggjuna

Fjölskyldan hringdi því í strandgæsluna sem hafði samband við Neyðarlínuna. „Öldugangurinn var svo mikill að það var erfitt fyrir björgunarsveitirnar að komast út á flotbryggjuna. Þetta var alveg bilað,“ rifjar Dario upp. „Þegar loksins dró aðeins úr ölduganginum þá gátu þeir notað kaðla og ólar til að skríða rólega yfir bryggjuna. Við réttum þeim síðan börnin yfir á bryggjuna.“

Töluverðar skemmdir eru á skútunni og m.a. eru veggir sprungnir …
Töluverðar skemmdir eru á skútunni og m.a. eru veggir sprungnir og brotnir í vistarverum fjölskyldunnar. Skapti Hallgrímsson

Hann segir börnin vissulega hafa verið smeyk en þó róleg, en skútan sé eina heimilið sem þau hafa átt. Hann er líka stoltur af elstu börnunum tveimur, 11 og 12 ára, sem hafi voru dugleg við að hjálpa til við að reyna að hindra að skútan brotnaði við bryggjuna. „Þetta var sannkallað fjölskylduframtak og teymisvinna.“

Dario kann björgunarsveitum og öðrum þeim sem hafa hjálpað þeim miklar þakkir. Hann nefnir að Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar hafi sent aðstoðarmann sinn til að kanna hvort bærinn gæti aðstoðað. „Það voru um 50 manns að reyna að hjálpa okkur,“ segir Dario.

Leita að húsnæði á Akureyri 

„Eigandi hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar fór með öll börnin og Miriam heim til sín hér á Akureyri og svo komu hafnarstarfsmenn nú í morgun og náðu að draga skútuna á öruggan stað í aðalhöfninni.“

Hliðar skútunnar eru töluvert skemmdar eftir að hún lamdist hressilega …
Hliðar skútunnar eru töluvert skemmdar eftir að hún lamdist hressilega við bryggju. Fyrst lá hún með bakborðshlið að bryggju en síðan stjórnborðshlið eftir að skútan var færð nær menningarhúsinu Hofi á ögn skárri stað. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þar verður Dario að halda áfram að dæla úr henni sjó svo hún sökkvi ekki, en skemmdirnar á skútunni eru umtalsverðar að hans sögn.

„Nú verðum við að taka þetta eitt skref í einu,“ segir hann. „Það fyrsta sem að við þurfum að gera er að athuga hvort að við getum fundið okkur húsnæði á Akureyri, því við getum ekki búið í skútunni eins og er.“

Fjölskyldan þurfi sömuleiðis að finna geymslu til að flytja alla sína persónulegu muni skútunni – fatnað, dagbækur, námsbækur og annað til að koma í veg fyrir að það blotni. „Svo þurfum við að sjá hvort og þá hvernig við getum gert við skútuna. Við höfum heyrt að það sé góð skipasmíðastöð hér á Akureyri og það væri best að geta gert þetta hér.“

mbl.is