Allt flug Flugfélags Íslands er á áætlun í dag, samkvæmt vef félagsins og hið sama á við flugfélagið Erni. Millilandaflug hófst að nýju eftir miðnætti en það lá niðri vegna óveðursins síðdegis í gær og gærkvöldi.
Allt flug Flugfélags Íslands er á áætlun í dag, samkvæmt vef félagsins og hið sama á við flugfélagið Erni. Millilandaflug hófst að nýju eftir miðnætti en það lá niðri vegna óveðursins síðdegis í gær og gærkvöldi.
Allt flug Flugfélags Íslands er á áætlun í dag, samkvæmt vef félagsins og hið sama á við flugfélagið Erni. Millilandaflug hófst að nýju eftir miðnætti en það lá niðri vegna óveðursins síðdegis í gær og gærkvöldi.
„Þetta er með því umfangsmeira sem við höfum séð,“ sagði Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í gær en dýpsta og öflugasta haustlægð þessa árs gekk yfir landið. Óveðrið hófst upp úr hádegi suðvestan til á landinu en versnaði eftir því sem leið á daginn og náði hámarki sunnan og vestan til á landinu um kvöldmatarleytið.
Veðrið hafði mikil áhrif á samgöngur, hvort sem var á sjó, landi eða lofti. Vegum var lokað, m.a. undir Hafnarfjalli þar sem vindhviður fóru upp í 65 metra á sekúndu þegar verst lét að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Öllu flugi, innanlands- og millilandaflugi, var aflýst eftir hádegi í gær en millilandaflug hófst aftur um miðnætti þegar veðrið var gengið niður á Suðurnesjum. Þar byrjaði að róast upp úr klukkan níu í gærkvöldi. Rafmagn fór af á Suðurnesjum í gær eftir að eldingu laust niður og olli tjóni. Rafmagn fór einnig af á fleiri stöðum, m.a. um tíma í Garðabæ og Hafnarfirði.