„Kýrnar eru ekki glaðar núna“

Óveður í nóvember 2017 | 6. nóvember 2017

„Kýrnar eru ekki glaðar núna“

Rafmagn er enn ekki komið á á kúabýlinu Bakka á Kjalarnesi eða öðrum bæjum á þeirri línu. Ásthildur Skjaldardóttir, kúabóndi á Bakka, vakti athygli á þessu á facebooksíðu sinni.

„Kýrnar eru ekki glaðar núna“

Óveður í nóvember 2017 | 6. nóvember 2017

Ásthildur Skjaldardóttir kúabóndi á Bakka á Kjalarnesi bíður þess nú …
Ásthildur Skjaldardóttir kúabóndi á Bakka á Kjalarnesi bíður þess nú að rafmagn komist á og hún geti hafist handa við mjaltir.

Rafmagn er enn ekki komið á á kúabýlinu Bakka á Kjalarnesi eða öðrum bæjum á þeirri línu. Ásthildur Skjaldardóttir, kúabóndi á Bakka, vakti athygli á þessu á facebooksíðu sinni.

Rafmagn er enn ekki komið á á kúabýlinu Bakka á Kjalarnesi eða öðrum bæjum á þeirri línu. Ásthildur Skjaldardóttir, kúabóndi á Bakka, vakti athygli á þessu á facebooksíðu sinni.

„Sit hér í myrkrinu og bíð eftir því að Orkuveitan fari af stað og finni bilunina. Eftir að veðrið gekk niður í nótt hefur verið tunglskinsbjart en af því að þetta eru mjög fáir bæir sem eru rafmagnslausir var tekin ákvörðun um að bíða til morguns. Nú er staðan þannig að við erum með fjölda af ómjólkuðum kúm frá því í gærkvöldi, þær eru með nóg af heyi en kjarnfóðursbásarnir virka ekki og flórsköfurnar eru stopp. Og auðvitað kælir mjólkurtankurinn ekki,“ sagði í facebookfærslu Ásthildar.

Þegar mbl.is hringdi í hana var farsíminn að verða batteríslaus á meðan beðið var í rafmagnsleysinu.

Ekki viss um að menn átti sig á hvað það þýðir að vera með kýr

„Ég hringdi í Orkuveituna í gærkvöldi og aftur í morgun og þeir eru að leita að biluninni. Þeir reiknuðu með að rafmagn yrði komið á um tíuleytið en ég held að það gangi ekki eftir,“ sagði Ásthildur.

Ekki er búið að mjólka kýrnar frá því í gær, en verið var í miðjum mjöltum þegar rafmagnið fór. „Þær eru hér allar í hóp og skilja ekkert í því af hverju þær fá ekki að fara inn í mjaltabásinn,“ segir hún og kveður viðvarandi ástand ekki geta haldist miklu lengur.

„Mjólkurtankurinn heldur reyndar ótrúlega lengi köldu, en það er ekki hægt að halda þessu miklu lengur.“ Þau þurfi því að fara að setja sig í samband við Mjólkursamsöluna varðandi framhaldið.

„Svo ef rafmagnið fer ekki að koma á, þá þurfum við að reyna að athuga hvernig við getum komist í rafmagn til að geta mjólkað,“ bætir Ásthildur við.

Spurð hvort henni hafi fundist Orkuveitan sýna málinu skilning segir hún: „Ég er ekki viss hvort fólk átti sig á að það eru kýr á svæðinu hérna og hvað það þýðir að vera með kýr.“ Hún segir fáa bæi við þessa rafmagnslínu, en þetta komi vissulega illa við þá. „Hér er að vísu stórt kjúklingabú, Melavellir, en þeir eru með eigin rafstöð sem tekur við þegar svona gerist.“

Ásthildur kveðst aldrei hafa lent í sambærilegu rafmagnsleysi þau 20 ár sem hún hefur búið á Bakka. „Þetta hafa verið kannski mest þrír tímar og við höfum alltaf getað bjargað okkur,“ segir hún. „En kýrnar eru ekki glaðar núna.“

mbl.is