Lausamunir fuku á bifreiðir

Óveður í nóvember 2017 | 6. nóvember 2017

Lausamunir fuku á bifreiðir

Talsvert tjón varð á þremur bifreiðum við Ásbrú sem virðist tilkomið þannig að lausamunir hafi fokið á þær í óveðrinu sem gekk yfir síðdegis í gær. Lögreglu á Suðurnesjum barst tilkynning þess efnis í morgun.

Lausamunir fuku á bifreiðir

Óveður í nóvember 2017 | 6. nóvember 2017

Frá Ásbrú.
Frá Ásbrú. mbl.is/Svanhildur Eiríksdóttir

Talsvert tjón varð á þremur bifreiðum við Ásbrú sem virðist tilkomið þannig að lausamunir hafi fokið á þær í óveðrinu sem gekk yfir síðdegis í gær. Lögreglu á Suðurnesjum barst tilkynning þess efnis í morgun.

Talsvert tjón varð á þremur bifreiðum við Ásbrú sem virðist tilkomið þannig að lausamunir hafi fokið á þær í óveðrinu sem gekk yfir síðdegis í gær. Lögreglu á Suðurnesjum barst tilkynning þess efnis í morgun.

Í nótt var tilkynnt um að farangursvagnar hefðu fokið á bifreið á Keflavíkurflugvelli. Í gærkvöld var meðal annars tilkynnt um bifreið á Ásbrú sem skilin hafði verið eftir án þess að vera í gír eða handbremsu og var hún byrjuð að fjúka af stað þegar gripið var í taumana.

Þá bárust margar tilkynningar um þakplötur sem voru farnar af stað í storminum og aðra lausamuni sem þurfti að koma böndum á svo þeir yllu ekki tjóni.

Það var býsna hvasst í gær.
Það var býsna hvasst í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is