Um 260-70 björgunarsveitarmenn hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sinntu yfir 300 verkefnum víðsvegar á landinu í ofsaveðrinu sem gekk yfir í gær. Verst var ástandið á suðvesturhorninu, á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Ágústs Svanssonar, aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, voru 190 verkefni skráð hjá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem upp komu um 20 tilvik tengd vatnsleka og öðru slíku sem slökkviliðið þurfti að sinna.
Um 260-70 björgunarsveitarmenn hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sinntu yfir 300 verkefnum víðsvegar á landinu í ofsaveðrinu sem gekk yfir í gær. Verst var ástandið á suðvesturhorninu, á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Ágústs Svanssonar, aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, voru 190 verkefni skráð hjá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem upp komu um 20 tilvik tengd vatnsleka og öðru slíku sem slökkviliðið þurfti að sinna.
Um 260-70 björgunarsveitarmenn hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sinntu yfir 300 verkefnum víðsvegar á landinu í ofsaveðrinu sem gekk yfir í gær. Verst var ástandið á suðvesturhorninu, á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Ágústs Svanssonar, aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, voru 190 verkefni skráð hjá lögreglu, slökkviliði og björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem upp komu um 20 tilvik tengd vatnsleka og öðru slíku sem slökkviliðið þurfti að sinna.
„Það voru meira og minna allar sveitir kallaðar út,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg. „Það voru kallaðar út björgunarsveitir frá Vestmannaeyjum, Selfossi og svo allan hringinn norður á Akureyri þar sem björgunarsveitir komu til bjargar níu manna fjölskyldu sem býr í skútu við höfnina.“
Jónas segir almennt hafa gengið vel í gær. „Þetta var nokkuð hefðbundið að mörgu leyti. Þetta voru 5-10 trampólín og svo var þetta bara allur pakkinn,“ segir hann. Byggingarsvæðin sem útköll bárust vegna hafi þó verið mun fleiri en undanfarin ár og Ágúst tekur í sama streng. „Það var óvenjumikið af verkefnum tengdum vinnusvæðum þar sem ekki hafði verið gengið nógu vel frá stillönsum, lausamunum og byggingarefni,“ segir Ágúst.
Jónas segir að í einhverjum tilfellum hafi heldur ekki verið talið óhætt að sinna verkefnum á slíkum stöðum og því verið ákveðið að láta stillansa og lausamuni fjúka og skemma þá það sem þeir fuku á.
Mesti kúfurinn í útköllum var að sögn Ágústs frá 16-21 í gær. Hann segir tjónið samanlagt vera mikið, en ekki sé vitað til þess að miklar skemmdir hafi orðið á einverjum einum stað. „Það er heldur ekki vitað til þess að neinn hafi slasast,“ segir hann.
Það verður svo verkefni tryggingafélaganna að fara í tjónamat í dag.
Björgunarsveitirnar stóðu fyrir sölu á neyðarkallinum um og í kringum helgina og er þetta ekki í fyrsta skipti sem sölu hans ber upp á óveðurshelgi. Jónas segir söluna ekki hafa liðið fyrir veðrið, en henni hafi að mestu hafa verið lokið á laugardeginum og hafi líkt og áður gengið vel. „Við erum gríðarlega þakklátir fyrir þann stuðning sem við finnum þar,“ segir hann.