Tré í garði Vigdísar rifnaði upp með rótum

Óveður í nóvember 2017 | 6. nóvember 2017

Tré í garði Vigdísar rifnaði upp með rótum

„Þetta er alveg ótrúlegt. Þetta er meira að segja bakgarður,“ segir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sem horfði á gamalt reynitré rifna upp með rótum í garðinum hjá sér í gærkvöldi þegar veðrið var sem verst. Hún er búsett í Hlíðunum í Reykjavík.

Tré í garði Vigdísar rifnaði upp með rótum

Óveður í nóvember 2017 | 6. nóvember 2017

Hér sést vel hve nálægt húsinu tréð liggur.
Hér sést vel hve nálægt húsinu tréð liggur. mynd/Vigdís Hauksdóttir

„Þetta er alveg ótrúlegt. Þetta er meira að segja bakgarður,“ segir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sem horfði á gamalt reynitré rifna upp með rótum í garðinum hjá sér í gærkvöldi þegar veðrið var sem verst. Hún er búsett í Hlíðunum í Reykjavík.

„Þetta er alveg ótrúlegt. Þetta er meira að segja bakgarður,“ segir Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sem horfði á gamalt reynitré rifna upp með rótum í garðinum hjá sér í gærkvöldi þegar veðrið var sem verst. Hún er búsett í Hlíðunum í Reykjavík.

Þrátt fyrir að garðurinn sé nú eitt gapandi sár þakkar Vigdís fyrir að tréð féll akkúrat á þeim stað sem það gerði. Hefði það fallið annars staðar hefði tjónið getað orðið mikið. „Ég held að það það séu allir íbúar í húsinu fegnir að sitja ekki núna í fokheldum íbúðum, því hefði tréð fallið á húsið þá hefði það brotið glugga á öllum hæðum,“ segir Vigdís, en á myndum má sjá að tréð liggur alveg upp við húsið.

Vigdís trúði ekki sínum eigin augum þegar tréð lagðist á …
Vigdís trúði ekki sínum eigin augum þegar tréð lagðist á hliðina. mbl.is/Styrmir Kári

„Það liggur alveg upp við húsið og bílskúr sem tilheyrir þriðju hæðinni. Svo er hérna grindverk á milli lóða og það er ekki ein spýta brotin. Tréð fór á óskastað. Það bara féll og dó drottni sínum nákvæmlega þar sem ekkert tjón hlaust af því.“

Vigdís bendir á að um reynitré séð að ræða með stóra og fallega krónu sem hafi haft sitt að segja í sterkum vindhviðum. „Krónan hefur tekið svona svakalega á sig,“ útskýrir hún.

„Við vorum að ræða það í húsfélaginu í sumar að við þyrftum að láta saga tréð niður því það var farið að vagga svolítið, en svo varð ekkert úr því, eins og gerist og gengur. Nú þurfum við samt að gera eitthvað fyrst tréð er fallið.“

Tréð vaggaði nokkrum sinnum til og frá áður en það …
Tréð vaggaði nokkrum sinnum til og frá áður en það rifnaði alveg upp með rótum og lagðist á hliðina. mynd/Vigdís Hauksdóttir

Vigdís og aðrir íbúar hússins urðu vel varir við það þegar tréð fór að losna í gærkvöldi, en það hætti sér hins vegar enginn út að kanna aðstæður vegna veðurofsans. Vigdís fylgdist með atburðarásinni út um gluggann. „Tréð fór alltaf lengra og lengra í hviðunum, alveg þangað til það fór yfir um í einni stórri hviðu.“

Hún telur að þetta hafi gerst um hálfníuleytið þegar vindstyrkurinn var hvað mestur, en trúði þó varla sínum eigin augum. „Ég hefði trúað því að svona gæti gerst uppi á Kjalarnesi eða undir Hafnarfjalli, ekki í bakgarði í Hlíðunum.“

Um er að ræða gamalt reynitré sem rætt hafði verið …
Um er að ræða gamalt reynitré sem rætt hafði verið um að saga niður. mynd/Vigdís Hauksdóttir
mbl.is