Ítrekun vegna rafmagnsleysis

Óveður í nóvember 2017 | 9. nóvember 2017

Ítrekun vegna rafmagnsleysis

Vegna bilunar í flutningskerfi Landsnet síðastliðið sunnudagskvöld sem olli víðtæku rafmagnsleysi á Suðurnesjum hefur bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs ítrekað bókun frá síðasta ári um mikilvægi þess að Suðurnesjalína 2 verði reist sem fyrst.

Ítrekun vegna rafmagnsleysis

Óveður í nóvember 2017 | 9. nóvember 2017

Sveitarfélagið Garður.
Sveitarfélagið Garður. Ljósmynd/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Vegna bilunar í flutningskerfi Landsnet síðastliðið sunnudagskvöld sem olli víðtæku rafmagnsleysi á Suðurnesjum hefur bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs ítrekað bókun frá síðasta ári um mikilvægi þess að Suðurnesjalína 2 verði reist sem fyrst.

Vegna bilunar í flutningskerfi Landsnet síðastliðið sunnudagskvöld sem olli víðtæku rafmagnsleysi á Suðurnesjum hefur bæjarráð Sveitarfélagsins Garðs ítrekað bókun frá síðasta ári um mikilvægi þess að Suðurnesjalína 2 verði reist sem fyrst.

Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs Garðs.

Fyrr í vikunni skoraði bæjarráð Reykjanesbæjar á ráðherra að beita sér fyrir öryggi í raforkumálum á Suðurnesjum.

Á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum í fyrra var skorað á ráðherra að beita sér fyrir auknu öryggi í raforkumálum á Suðurnesjum.

„Mikilvægt er að Suðurnesjalína 2 verði reist sem fyrst. Flutningsgeta núverandi línu er fullnýtt og hamlar núverandi kerfi uppbyggingu á svæðinu. Suðurnesjalína 1 er eina tenging Reykjanesskagans við meginflutningskerfi Landsnets og hafa bilanir á henni valdið straumleysi,” segir í bókun sem var gerð á aðalfundinum í fyrra.

„Það er ekki ásættanlegt m.a. með tilliti til þess að eini alþjóðaflugvöllur landsins er staðsettur á Suðurnesjum. Mikið álag veldur enn frekari hættu á truflunum á raforkuflutningum, sem og getur valdið tjóni hjá notendum. Það er brýnt hagsmunamál íbúa og atvinnulífs á Reykjanesi að flutningskerfi raforku verði styrkt sem fyrst.”

mbl.is