Ráða líklega Hartley og Gasly

Formúla-1/Toro Rosso | 15. nóvember 2017

Ráða líklega Hartley og Gasly

Búist er við að Toro Rosso tilkynni nú í vikunni um ráðningu þeirra Pierres Gasly og Brendons Hartley sem ökumanna liðsins á næsta ári, 2018.

Ráða líklega Hartley og Gasly

Formúla-1/Toro Rosso | 15. nóvember 2017

Búist er við að Toro Rosso tilkynni nú í vikunni um ráðningu þeirra Pierres Gasly og Brendons Hartley sem ökumanna liðsins á næsta ári, 2018.

Búist er við að Toro Rosso tilkynni nú í vikunni um ráðningu þeirra Pierres Gasly og Brendons Hartley sem ökumanna liðsins á næsta ári, 2018.

Eftir ýmsar skákanir á yfirstandandi vertíð og brotthvarf þeirra tveggja sem hófu keppnistíðina fyrir liðið virðist það niðurstaðan að ráða þá Gasly og Hartley.  Þeir óku bílum liðsins fyrst saman í Mexíkókappakstrinum.

Hyggst Toro Rosso stokka talsvert upp í starfsemi sinni með tilkomu nýs vélarframleiðanda, Honda.

Þrátt fyrir ungan aldur og stuttan keppnisferil hafa báðir ökumennirnir unnið til ágætra afreka. Hartley var í sigurliði Porsche í sólarhringskappakstrinum í Le Mans í Frakklandi ásamt því að hafa unnið titil ökumanna í þolkappakstri (WEC) tvö ár í röð.
Gasly hefur einnig safnað merkum verðlaunum en hann varð til að mynda heimsmeistari í GP2-formúlunni, í fyrra.
mbl.is