Allir þrír ákærðu í Stím-málinu eru mættir í dómsal nú þegar aðalmeðferð málsins er að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstiréttur Íslands ómerkti dóm héraðsdóms frá árinu 2015 vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, dómara í málinu, og því hefur það verið tekið upp að nýju.
Allir þrír ákærðu í Stím-málinu eru mættir í dómsal nú þegar aðalmeðferð málsins er að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstiréttur Íslands ómerkti dóm héraðsdóms frá árinu 2015 vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, dómara í málinu, og því hefur það verið tekið upp að nýju.
Allir þrír ákærðu í Stím-málinu eru mættir í dómsal nú þegar aðalmeðferð málsins er að hefjast í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hæstiréttur Íslands ómerkti dóm héraðsdóms frá árinu 2015 vegna vanhæfis Sigríðar Hjaltested, dómara í málinu, og því hefur það verið tekið upp að nýju.
Reiknað er með að skýrslutökur standi yfir fram á þriðjudag í næstu viku en um fjörutíu manns munu bera vitni.
Þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi bankastjóri Saga Capital eru ákærðir fyrir umboðssvik í tengslum við lánveitingar Glitnis til eignarhaldsfélagsins Stím sem notaði þær til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group á árunum 2007 og 2008.
FL Group var á þessum tíma stærsti hluthafi Glitnis. Héraðsdómur dæmdi alla ákærðu í fangelsi í desember 2015 og var um að ræða 18 mánaða til 5 ára fangelsi.