Komi ekki frekari upplýsingar frá vísindamönnum um hættu á eldgosi í Öræfajökli væntir lögregla þess að í dag megi aflétta viðbúnaðarstigi við fjallið.
Komi ekki frekari upplýsingar frá vísindamönnum um hættu á eldgosi í Öræfajökli væntir lögregla þess að í dag megi aflétta viðbúnaðarstigi við fjallið.
Komi ekki frekari upplýsingar frá vísindamönnum um hættu á eldgosi í Öræfajökli væntir lögregla þess að í dag megi aflétta viðbúnaðarstigi við fjallið.
Það var sett á síðastliðinn föstudag þegar ljóst varð að sigkatlar höfðu myndast í hábungu jökulsins. Ýmis sýni voru tekin eystra um helgina og mælingar gerðar til að meta hættuna. Sterkustu vísbendingar um gos væru þó snarpir jarðskjálftar, sem ekki hafa komið.
Öræfajökull hefur gosið í tvígang á sögulegum tíma, 1362 og 1727. Fyrra gosið er talið mesta sprengigos sem orðið hefur á Íslandi, en það eyddi byggð í hinu blómlega Litla-Héraði sem síðan heitir Öræfasveit, að því er fram kemur í umfjöllun um ástandið í Öræfajökli í Morgunblaðinu í dag.