Krafa um refsingu lækkuð um tvö ár

SpKef-málið | 22. nóvember 2017

Krafa um refsingu yfir Geirmundi lækkuð um tvö ár

Ákæruvaldið fer fram á tveggja ára fangelsisrefsingu í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, sem ákærður var fyrir umboðssvik. Þetta kom fram í málflutningi Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, í Hæstarétti í morgun. Hefur krafa um refsingu í málinu því verið lækkuð um tvö ár frá því málið var tekið fyrir í héraðsdómi á síðasta ári.

Krafa um refsingu yfir Geirmundi lækkuð um tvö ár

SpKef-málið | 22. nóvember 2017

Geirmundur mætti í Hæstarétt í morgun.
Geirmundur mætti í Hæstarétt í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ákæruvaldið fer fram á tveggja ára fangelsisrefsingu í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, sem ákærður var fyrir umboðssvik. Þetta kom fram í málflutningi Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, í Hæstarétti í morgun. Hefur krafa um refsingu í málinu því verið lækkuð um tvö ár frá því málið var tekið fyrir í héraðsdómi á síðasta ári.

Ákæruvaldið fer fram á tveggja ára fangelsisrefsingu í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, sem ákærður var fyrir umboðssvik. Þetta kom fram í málflutningi Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, í Hæstarétti í morgun. Hefur krafa um refsingu í málinu því verið lækkuð um tvö ár frá því málið var tekið fyrir í héraðsdómi á síðasta ári.

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði Geirmund af ákæru um umboðssvik í nóvember árið 2016, en í héraðsdómi fór ákæruvaldið fram á fjögurra ára fangelsisrefsingu. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar í byrjun janúar á þessu ári.

Helgi Magnús benti á það í málflutningi sínum fyrir Hæstarétti að Geirmundur væri fullorðinn maður sem ætti við heilsubrest að stríða, það lægi fyrir samkvæmt læknisvottorði.

Hann sagði jafnframt að það væri ekki hægt að mæla með mildun refsingar á þeim forsendum að Geirmundur hefði gert grein fyrir brotum sínum og gengist við þeim, enda hefði hann reynt að varpa allri ábyrgð á undirmenn sína.

Helgi Magnús benti á á refsiramminn fyrir þau brot sem ákært væri fyrir væri sex ár. Hann sagði að við ákvörðun refsingar yrði að líta yrði til þeirrar áhættu sem var tekin, þeirra hagsmuna sem voru í húfi og þess tjóns sem varð. Ákæruvaldið fer því fram á að Geirmundi verði gert að sæta tveggja ára fangelsisrefsingu.

Ákæruvaldið hefur lækkað kröfu um refsingu um tvö ár.
Ákæruvaldið hefur lækkað kröfu um refsingu um tvö ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Geir­mund­ur var ákærður fyr­ir umboðssvik með því að hafa mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum með lán­veit­ing­um til einka­hluta­fé­laga. Fjár­hæðirn­ar í ákær­unni nema tæp­um átta hundruð millj­ón­um króna. 

Í ákæru sagði að Geir­mund­ur hefði stefnt fé spari­sjóðsins í veru­lega hættu þegar hann fór út fyr­ir heim­ild­ir til lán­veit­inga með því að veita einka­hluta­fé­lag­inu Duggi 100 millj­óna króna yf­ir­drátt­ar­lán 16. júní 2008. Afstaða lána­nefnd­ar lá ekki fyr­ir og áhættu- og greiðslu­mat fór ekki fram. Þá var end­ur­greiðslan ekki tryggð með nokkr­um hætti.

Refsing gæti komið þungt niður á honum

Verjandi Geirmundar, Grímur Sigurðsson, fer fram á sýknu í málinu, en verði Geirmundur fundinn sekur fer hann fram á að refsing verði látin falla niður. Hann tók engu að síður fram að jákvætt væri að ákæruvaldið hefði lækkað kröfu um refsingu um tvö ár.

Verjandi bendir á að samkvæmt læknisvottorði geti refsing komið þungt …
Verjandi bendir á að samkvæmt læknisvottorði geti refsing komið þungt niður á Geirmundi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grímur sagðist í málflutningi sínum ósammála ákæruvaldinu um að refsiramminn fyrir þau brot sem ákært er fyrir væri sex ár. Refsiramminn væri í raun tvö ár nema að um mjög alvarleg brot væri að ræða. Þá sagði Grímur það óumdeilt í málinu að ráðstafanir hefðu verið gerðar í þágu sparisjóðsins. Ákærði hefði ekki reynt að auðga sig eða aðra nákomna.

Grímur benti einnig á að málsmeðferðartíminn hefði verið langur, enda liðinn áratugur frá því hin meinta refsiverða háttsemi hefði átt sér stað.

Þá tiltók Grímur persónulegar ástæður þess að fella ætti refsingu niður ef Geirmundur yrði fundinn sekur. Líkt og kom fram í máli ákæruvaldsins þá benti hann að fyrir lægi læknisvottorð um að Geirmundur, sem væri á áttræðisaldri, glímdi við alvarleg veikindi. Í læknisvottorðinu væri jafnframt staðfest að yrði honum gerð refsing gæti það komið þungt niður á honum. Þá hefði málið komið illa við hann og fjölskyldu hans og að hann væri í raun búinn að taka út refsingu.

Benti Grímur á að hár aldur hefði áður haft áhrif á ákvörðun refsingar.

mbl.is