Minna rennsli í Kvíá bendir til rénunar

Öræfajökull | 22. nóvember 2017

Minna rennsli í Kvíá bendir til rénunar

Minna rennsli var í Kvíá, sem kemur undan Kvíárjökli í suðurhluta Öræfajökuls, á mánudagsmorgun en dagana á undan. Það bendir til þess að rennslið sé í rénun og að dregið hafi úr jarðhita á svæðinu.

Minna rennsli í Kvíá bendir til rénunar

Öræfajökull | 22. nóvember 2017

Öræfajökull síðastliðinn mánudag.
Öræfajökull síðastliðinn mánudag. mbl.is/RAX

Minna rennsli var í Kvíá, sem kemur undan Kvíárjökli í suðurhluta Öræfajökuls, á mánudagsmorgun en dagana á undan. Það bendir til þess að rennslið sé í rénun og að dregið hafi úr jarðhita á svæðinu.

Minna rennsli var í Kvíá, sem kemur undan Kvíárjökli í suðurhluta Öræfajökuls, á mánudagsmorgun en dagana á undan. Það bendir til þess að rennslið sé í rénun og að dregið hafi úr jarðhita á svæðinu.

Mælingarmenn fóru að ánni á mánudagsmorgun en þeir hafa ekkert mælt hana síðan þá vegna veðurs. Að sögn Óðins Þórarinssonar, framkvæmdastjóra athugana og tæknisviðs hjá Veðurstofu Íslands, er gert ráð fyrir því rennslið hafi lítið breyst síðustu tvo daga. Engar staðfestar mælingar eru samt fyrir hendi sem sýna það.

Rennslið mældist 5 rúmmetrar á sekúndu á mánudagsmorgun en fyrir helgi var það í kringum 10 rúmmetrar á sekúndu. „Það voru greinileg merki um að rennslið hefði verið að minnka,” segir Óðinn.

Mælar settir upp á næstunni

Veðurstofa Íslands hefur ekki náð að setja upp vatnshæðar- og leiðnimæla í Kvíá og á fleiri stöðum í kringum jökulinn vegna veðurs. Það verður gert við fyrsta tækifæri en miðað við veðurspána verður það líklega ekki fyrr en um næstu helgi eða strax eftir helgi, að sögn Óðins.

Veðurstofan er með mann á staðnum sem vaktar ána og mælir rafleiðnina í henni bæði kvölds og morgna. Einnig hefur hann tekið ljósmyndir af ánni og sent Veðurstofunni og þannig hefur verið metið hvort rennslið sé að breytast.

Nokkrir smáskjálftar í nótt

Sigurdís Björg Jónasdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, bætir við að nokkrir smáskjálftar hafi verið í Öræfajökli í nótt.

Þeir mældust allir undir tveimur stigum.

mbl.is