Í mótlæti lífsins átt þú alltaf val!

Hugleiðingar Einars Áskelssonar | 23. nóvember 2017

Í mótlæti lífsins átt þú alltaf val!

„Ég hef oft sagt að lenda í því upplifa mótlæti í lífinu þá hef ég val. Allir hafa val. Jú ég skil að það er stundum erfitt að upplifa þetta valið en er samt staðreynd.

Í mótlæti lífsins átt þú alltaf val!

Hugleiðingar Einars Áskelssonar | 23. nóvember 2017

Einar Áskelsson.
Einar Áskelsson.

„Ég hef oft sagt að lenda í því upplifa mótlæti í lífinu þá hef ég val. Allir hafa val. Jú ég skil að það er stundum erfitt að upplifa þetta valið en er samt staðreynd.

„Ég hef oft sagt að lenda í því upplifa mótlæti í lífinu þá hef ég val. Allir hafa val. Jú ég skil að það er stundum erfitt að upplifa þetta valið en er samt staðreynd.

Í þessu skyni langar mig að deila persónulegri sögu um val, við að lenda í mótmælti. Þar kemur móðir mín við sögu. Þessi saga hefur nefnilega kennt mér gríðarlega mikið á minni batabraut,“ segir Einar Áskelsson í sínum nýjasta pistli: 

Ég mun aldrei gleyma viðhorfum móður minnar frá því hún greindist með krabbamein þar til hún lést. 9 mánaða tímabil. Ég var á lokaári í háskólanámi og áfallið hennar var mér líka áfall. Ég varð að standa mína plikt og gerði það sem ég kunni. Verð að viðurkenna að ég setti tilfinningarnar og sársauka í frystikistuna. Hvort sem það var rétt eða rangt á þeim tíma. Ábyggilega rangt. Verið að vinna úr þeim sl. 2 ár!

Eftir mitt mótlæti hef ég oft hugsað til móður minnar. Við áttum okkar góðu og slæmu tíma en ég var alltaf afar hændur [að] henni. Við áttum okkar erfiða meðvirknistímabil á báða bóga. Sá þáttur í minni æsku situr ekki í mér dag og ég tel mig hafa náð að gera það upp. Móðir mín var mín stoð og stytta þó hún væri ekki og líklega kunni ekki að flíka tilfinningum sínum. Það var ekki í boði í hennar uppeldi og tíðkaðist ekki. Hún missti móður sína 6 ára og ólst upp í stórum systkinahóp og þurfti snemma að vinna fyrir sér. Hörkudugleg en hafði líka þessa fallegu listrænu og mjúku hlið. Hún átti ekki kost [á] að ganga menntaveginn. Hún sagði mér oft að hún vildi að ég gæti gert [það] sem henni stóð ekki til boða. Hennar viðhorf. Á heimilinu gekk ýmislegt á sem var erfitt að takast á við en eftir á sé ég hvernig hún stóð sem klettur í gegnum allar raunir. Sýndi það ekki tilfinningalega. Tókst bara á við vandamálin. Fyrir mér var hún, þrátt fyrir allt, mín hetja og fyrirmynd. 

Þegar hún veikist þá komu hennar, að ég held, eðlislægu manneskjulegu eiginleikar í ljós. Frá fyrsta degi tókst hún á við veikindin af æðruleysi, jákvæðni og bjartsýni. Hún breytti um lífstíl og virtist hún njóta lífsins best á þessum tíma. Undarlegt að segja. Hún lagði allt á sig til að gera sitt til að sigrast á veikindunum. Um tíma virtist meinið vera horfið en tók sig upp á ný. 2 mánuðum síðar var hún látin. Guð blessi minningu hennar. 

Já val. Móðir mín valdi að takast svona á við sitt mótlæti. Hún hefði getað lagst í kör. Hún var ekki þannig gerð. Okkar síðasta spjalli gleymi ég aldrei. Hún var dauðvona. Hvernig myndir þú bregðast við ef dauðvona móðir þín segðist hafa meiri áhyggjur [af] að hennar veikindi myndu bitna á náminu þínu, en af sjálfri sér? Þetta sagði hún til að láta mig vita hve stolt hún væri af mér. Skildi það ekki þá en geri nú. Ég brást við á stað og stund með að gráta. Þetta var hennar leið til þess. Ég lauk námi með stæl 3 mánuðum eftir andlát hennar. Það kom aldrei til greina að slaka á í náminu þrátt fyrir þetta áfall í lífinu.

Því er ég að segja frá þessu? Jú kannski hef ég það frá móður minni að það kom aldrei annað til greina en takast á við mitt mótlæti. Það var upp á líf og dauða eins og staðan mín var. Önnur leiðin var „auðveld“ en hin fjandi erfið sem reynsla sl. 2 ára hefur sannað. Það sem mér auðnaðist að gera var það sama og móðir mín gerði. Auðmýkt. Ég sleppti tökum því ég þurfti hjálp og leiðsögn. Alveg eins og hún. Hún var aldrei slæm manneskja en breyttist samt til hins betra í gegnum sína batagöngu. Mín ofsakvíða- og óttaköst voru það sár að ef ég ætti óvin og vildi hann feigan, myndi ég samt hlífa honum við köstunum. Ég sagði í upphafi batagöngunnar að ef þessi reynsla muni gera mig að betri manneskju væri hún sársaukans virði. 

Verða betri manneskja. Ekkert eftirsóknarverðara. Vera maður sjálfur og gera sýnt og stýrt mínum tilfinningum sem dæmi. Ef ég verð betri manneskja þá verð ég betri faðir. Betri sambýlingur o.s.frv. Ég hef valið að nýta mér mitt mótlæti til lærdóms og það er ekki sársaukalaust. Horfa í eigin barm og skoða mig og mitt lífshlaup. Gera upp. Fyrirgefa. Breyta því sem ég get breytt en engu öðru. Breyti ekki öðru fólki. Þó ég stundum feginn vildi!

Ég er í langhlaupi í minni batagöngu. Fór fram úr mér snemmsumars og lenti í harkalegu bakslagi sem ég er að rísa upp úr. Málið er að ég fékk aftur val. Þess vegna varð mér hugsað enn og aftur til móður minnar og hennar viðhorfa. Hennar viðhorf í sínum veikindum er nákvæmlega það sem ég vil láta af mér leiða til minna barna. Þegar illa gengur hugsa ég til þeirra. Þetta snýst ekki aðeins um mig. Þetta var það sem móðir mín kenndi mér á dánarbeðinum. Ég þurfti grjóthart mótlæti til að skilja og læra t.d. það sem móðir mín sýndi og kenndi mér. 

Líkt og móðir mín hef ég hugsað það sama. Vona að mín veikindi bitni ekki á þeirra líðan og lífi. Það skiptir mig miklu máli. 

Leiðin til þess er að rækta mig. Það er jákvæður hvati á erfiðu dögunum. Þykja vænt um mig. Þá er auðveldara að miðla til ástvina. Það sést á þeim manneskjum sem þykja vænt um sig sem er ekki það sama og vera sjálfselskur í neikvæðri merkingu.

Lífið er lærdómur ef maður vill læra. Samskipti, hegðun og framkoma. Ég veit hvað skiptir mig mestu máli í dag. Það gerist ekkert af sjálfu sér. Ég er að glíma við króníska áfallastreituröskun og burn out (kulnun). Fyrir utan bullandi meðvirkni og höfnunarótta og komið í ljós að ég hef lifað með ómeðhöndlað ADHD. Þarf að takast á við þetta allt. Geri það. 2-3 ára bataferli og lifi í von [um] að ég nái góðum bata. Það tekst aðeins með því að leggja á mig ómælda vinnu við að ná bata. 

Eitt að lokum. Takk mamma. Veit að þú fylgist með.

mbl.is