Aðskotahlutur olli rafmagnsleysinu

Óveður í nóvember 2017 | 24. nóvember 2017

Aðskotahlutur olli rafmagnsleysinu

Orsök rafmangsleysisins sem varð á Austurlandi í kringum miðnætti í gær virðist vera sú að aðskotahlutur hafi fokið á teinrofa í tengivirki fyrir Eyvindarárlínu 1.

Aðskotahlutur olli rafmagnsleysinu

Óveður í nóvember 2017 | 24. nóvember 2017

Frá viðgerð á tengivirkinu fyrir Eyvindarárlínu 1.
Frá viðgerð á tengivirkinu fyrir Eyvindarárlínu 1. Ljósmynd/Aðsend

Orsök rafmangsleysisins sem varð á Austurlandi í kringum miðnætti í gær virðist vera sú að aðskotahlutur hafi fokið á teinrofa í tengivirki fyrir Eyvindarárlínu 1.

Orsök rafmangsleysisins sem varð á Austurlandi í kringum miðnætti í gær virðist vera sú að aðskotahlutur hafi fokið á teinrofa í tengivirki fyrir Eyvindarárlínu 1.

Að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets, sáust greinilegir brunaáverkar á rofanum. Þeir voru samt þess eðlis að þeir höfðu engin áhrif á virkni hans.

Línan var sett inn á nýjan leik og er komin í fullan rekstur.

Steinunn segist ekki vita hver aðskotahluturinn var. Ekki er búið að meta tjónið sem varð af völdum hans.

mbl.is