Skólahald fellt niður á Akureyri

Óveður í nóvember 2017 | 24. nóvember 2017

Skólahald fellt niður á Akureyri

Ákveðið hefur verið að fella niður allt skólahald í leik- og grunnskólum á Akureyri.

Skólahald fellt niður á Akureyri

Óveður í nóvember 2017 | 24. nóvember 2017

Snjóruðningsbíll á ferðinni á Akureyri í morgun.
Snjóruðningsbíll á ferðinni á Akureyri í morgun. mbl.is/Þorgeir

Ákveðið hefur verið að fella niður allt skólahald í leik- og grunnskólum á Akureyri.

Ákveðið hefur verið að fella niður allt skólahald í leik- og grunnskólum á Akureyri.

Mikið hvassviðri og ofankoma er nú á Akureyri og ákváðu bæjaryfirvöld þetta í samráði við lögregluna á Norðurlandi eystra.

Í tilkynningu á facebooksíðu Akureyrarbæjar kemur fram að vakt og viðvera verði í öllum leik- og grunnskólum til að taka á móti þeim börnum sem þangað kynnu að koma.

Verkmenntaskóli Akureyrar og Menntaskólinn á Akureyri hafa einnig fellt niður skólahald.

Hríðarveður er á Akureyri og búið að kyngja niður miklum …
Hríðarveður er á Akureyri og búið að kyngja niður miklum snjó. mbl.is/Þorgeir

Í samtali við mbl.is segir lögreglan að færðin sé misjöfn í bænum. Í hverfunum er hún verri en á aðalgötunum og er erfitt að komast um á fólksbílum í hverfunum.

Ákveðið var að halda fólki heima svo það myndi ekki fara út og festa bílana sína.

Á facebooksíðu lögreglunnar eru bæjarbúar hvattir til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. 

Strætó á ferðinni á Akureyri í morgun.
Strætó á ferðinni á Akureyri í morgun. mbl.is/Þorgeir

Fyrsta strætóferðin á Akureyri lagði ekki af stað fyrr en klukkan 8.20 í morgun vegna færðarinnar.



mbl.is