Veðurviðvaranir enn í fullu gildi

Óveður í nóvember 2017 | 24. nóvember 2017

Veðurviðvaranir enn í fullu gildi

Veðurstofan vekur athygli á því að viðvaranir eru í gildi víða um land fram eftir degi og austantil fram á laugardag. Útlit er fyrir norðanhvassviðri eða -storm, 15-23 m/s, næsta sólarhring með snjókomu eða éljagangi á norðan- og austanverðu landinu, roki eða jafnvel ofsaveðri suðaustantil. Það dregur úr vindi og ofankomu norðvestantil með morgninum, en hvessir fyrir austan, 20-28 m/s, seinnipartinn.

Veðurviðvaranir enn í fullu gildi

Óveður í nóvember 2017 | 24. nóvember 2017

Veðurútlit á hádegi í dag, föstudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, föstudag.

Veðurstofan vekur athygli á því að viðvaranir eru í gildi víða um land fram eftir degi og austantil fram á laugardag. Útlit er fyrir norðanhvassviðri eða -storm, 15-23 m/s, næsta sólarhring með snjókomu eða éljagangi á norðan- og austanverðu landinu, roki eða jafnvel ofsaveðri suðaustantil. Það dregur úr vindi og ofankomu norðvestantil með morgninum, en hvessir fyrir austan, 20-28 m/s, seinnipartinn.

Veðurstofan vekur athygli á því að viðvaranir eru í gildi víða um land fram eftir degi og austantil fram á laugardag. Útlit er fyrir norðanhvassviðri eða -storm, 15-23 m/s, næsta sólarhring með snjókomu eða éljagangi á norðan- og austanverðu landinu, roki eða jafnvel ofsaveðri suðaustantil. Það dregur úr vindi og ofankomu norðvestantil með morgninum, en hvessir fyrir austan, 20-28 m/s, seinnipartinn.

Úrkomulaust að kalla verður á sunnan- og vestanverðu landinu, en búast má við varasömum vindstrengjum við fjöll. Það dregur þó smám saman úr vindi og ætti að verða orðið skaplegt veður undir kvöld. Eru ferðalangar því hvattir til að kynna sér vel færð á vegum hjá Vegagerðinni, veðurspár og viðvaranir áður en lagt er í hann. 

Spáð er að veðrið gangi niður í nótt og á morgun, laugardag.

Um miðja næstu viku er að sjá að hlýni dálítið en nokkur óvissa er upp hvenær og hve lengi það gæti staðið.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is