Í kvöld klukkan 20.00 verður haldinn íbúafundur í Hofgarði í Öræfum vegna Öræfajökuls. Vísindamenn fara yfir stöðuna og fulltrúar almannavarna kynna vinnu vegna rýmingaráætlunar.
Í kvöld klukkan 20.00 verður haldinn íbúafundur í Hofgarði í Öræfum vegna Öræfajökuls. Vísindamenn fara yfir stöðuna og fulltrúar almannavarna kynna vinnu vegna rýmingaráætlunar.
Í kvöld klukkan 20.00 verður haldinn íbúafundur í Hofgarði í Öræfum vegna Öræfajökuls. Vísindamenn fara yfir stöðuna og fulltrúar almannavarna kynna vinnu vegna rýmingaráætlunar.
Á morgun, þriðjudag, verður fundur á vegum almannavarna með aðilum í ferðaþjónustu. Fundurinn verður haldinn í Freysnesi og hefst klukkan 9.00.
Óvissustig er í gildi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli síðustu daga. „Við förum ekki á gult stig nema það sé eitthvað mikið að gerast,“ segir Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Veðurstofan fylgist vel með íslenskum eldfjöllum og er Öræfajökull að sögn „í gjörgæslu“ um þessar mundir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Ekki er þó víst að goss sé að vænta.