Útbúa kort vegna Öræfajökuls

Öræfajökull | 28. nóvember 2017

Útbúa kort vegna Öræfajökuls

Póst- og fjarskiptastofnun hefur unnið að því að setja saman kort yfir dreifingu símasambands í Öræfasveit hjá öllum fjarskiptafélögunum. Á kortinu, sem líklega verður tilbúið á morgun, verða einnig niðurstöður úr mælingum sem stofnunin hefur gert á vegakerfinu á svæðinu.

Útbúa kort vegna Öræfajökuls

Öræfajökull | 28. nóvember 2017

Öræfajökull.
Öræfajökull. mbl.is/RAX

Póst- og fjarskiptastofnun hefur unnið að því að setja saman kort yfir dreifingu símasambands í Öræfasveit hjá öllum fjarskiptafélögunum. Á kortinu, sem líklega verður tilbúið á morgun, verða einnig niðurstöður úr mælingum sem stofnunin hefur gert á vegakerfinu á svæðinu.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur unnið að því að setja saman kort yfir dreifingu símasambands í Öræfasveit hjá öllum fjarskiptafélögunum. Á kortinu, sem líklega verður tilbúið á morgun, verða einnig niðurstöður úr mælingum sem stofnunin hefur gert á vegakerfinu á svæðinu.

Íbúar og ferðaþjónustuaðilar í Öræfasveit hafa talað um gloppótt símasamband á svæðinu og hafa af því áhyggjur ef rýma þarf svæðið.

Stofnunin hefur sömuleiðis óskað eftir því að fá upplýsingar frá íbúum á svæðinu um hvar þeir ná ekki símasambandi, sérstaklega innanhúss. „Svona spákort eru ekki þau nákvæmustu varðandi dekkunina innanhúss. Þá er betra að átta sig á hvar skortir samband og til hvaða aðgerða er hægt að grípa til í framhaldinu, bæði til skemmri og lengri tíma,“ segir Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar.

Kortið verður notað af almannavörnum og þeim yfirvöldum sem að málinu koma við greiningu á næstu skrefum.

Hann segir að þegar menn nálgist jökulinn fari símasambandið að minnka. Þorleifur segir að almennu fjarskiptakerfin hér á landi séu mjög góð en þau séu hins vegar ekki byggð upp sem öryggiskerfi. 

„Stjórnvöld hafa styrkt uppbyggingu kerfanna á rýmingarsvæði Kötlu. Það er spurning hvort það sé vilji til að ráðast í slíkar framkvæmdir þarna,“ segir Þorleifur um Öræfasveit.

Hann segir fjarskiptafélögin vera fyrir löngu síðan búin að ná þeirri uppbyggingu á símakerfinu sem krafist var af þeim í byrjun og rúmlega það. Einnig nefnir hann að vissulega séu sum svæði ekki með símasamband eða með lélegt samband. Stofnunin hafi undanfarin tvö ár mælt bæði þjóðvegina og fjallvegi og því hafi vegakerfið allt verið mælt upp.

mbl.is