„Þetta er í raun og veru kannski betra en ég átti von á, miðað við þá umræðu sem hefur verið innan hreyfingarinnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í samtali við mbl.is. um niðurstöður fundar flokkráðs VG sem fram fór í kvöld.
„Þetta er í raun og veru kannski betra en ég átti von á, miðað við þá umræðu sem hefur verið innan hreyfingarinnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í samtali við mbl.is. um niðurstöður fundar flokkráðs VG sem fram fór í kvöld.
„Þetta er í raun og veru kannski betra en ég átti von á, miðað við þá umræðu sem hefur verið innan hreyfingarinnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í samtali við mbl.is. um niðurstöður fundar flokkráðs VG sem fram fór í kvöld.
75 flokksmenn samþykktu stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar sem kynntur var á fundinum. 15 greiddu atkvæði gegn honum og 4 skiluðu auðu eða sátu hjá.
Frétt mbl.is: Vinstri græn samþykktu sáttmálann
„Mér fannst umræðan á þessum fundi mjög góð. Ýmsir lýstu sig andvíga stjórnarsamstarfinu en ætla samt að vera áfram og vinna með okkur í flokknum og ég kann að meta það,“ segir Katrín.
Tveir þingmenn flokksins, Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir greiddu atkvæði gegn samningnum. Katrín segir að hún hafi verið undirbúin fyrir þessa niðurstöðu frá því að þau lögðust gegn stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna þriggja.
Frétt mbl.is: Greiða atkvæði gegn samningnum
„Nú er fólk kosið á þing og ræður sínum eigin örlögum hvað það varðar. En það liggur fyrir að meirihlutinn er fámennari sem því nemur, það er að segja við erum ekki 35 heldur 33. Þessi möguleiki hefur legið fyrir frá því að þau lögðust gegn því að fara í viðræðurnar,en við ákváðum samt að halda ótrauð áfram.“
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa verið upplýstir um stöðu mála. „Við höldum bara áfram okkar striki úr því að við fáum þetta góða umboð hér frá grasrót flokksins í gegnum flokksráðið, segir Katrín.“
Dagskrá morgundagsins er orðin ansi þéttskipuð. Þingflokkur Vinstri grænna fundar í fyrramálið. Þá hafa flokkarnir þrír boðað til blaðamannafundar klukkan 10 þar sem stjórnarsáttmálinn verður kynntur. Ekkert verður gefið upp um ráðherraskipan fyrr en á morgun. „Ég mun gera tillögu í fyrramálið um ráðherraskipan og einhver önnur embætti. Það er stóra efnið fyrir þann fund á morgun,“ segir Katrín.