Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins er hafinn á Hótel Sögu. Þar verða greidd atkvæði um stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti stjórnarsáttmálann með öllum greiddum atkvæðum fyrr í kvöld.
Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins er hafinn á Hótel Sögu. Þar verða greidd atkvæði um stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti stjórnarsáttmálann með öllum greiddum atkvæðum fyrr í kvöld.
Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins er hafinn á Hótel Sögu. Þar verða greidd atkvæði um stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti stjórnarsáttmálann með öllum greiddum atkvæðum fyrr í kvöld.
Verði sáttmálinn einnig samþykktur af Framsóknarflokknum og Vinstri grænum í kvöld verða haldnir þingflokksfundir á morgun þar sem ráðherraefni hvers flokks verða kynnt þingmönnum þeirra.
Ennfremur er stefnt að því að ríkisráðsfundur fari fram á Bessastöðum á morgun þar sem ný ríkisstjórn muni taka formlega við völdum.
Þingflokkur Framsóknarflokksins hittist fyrr í kvöld til að fara yfir stöðu mála.