Samþykktu samninginn samhljóða

Alþingiskosningar 2017 | 29. nóvember 2017

Framsóknarflokkurinn samþykkti sáttmálann

„Það er ánægja með kraftmikinn stjórnarsáttmála sem fólk er sátt við,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is. Miðstjórn flokksins samþykkti stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar í kvöld. 

Framsóknarflokkurinn samþykkti sáttmálann

Alþingiskosningar 2017 | 29. nóvember 2017

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, á fundinum í kvöld.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, á fundinum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er ánægja með kraftmikinn stjórnarsáttmála sem fólk er sátt við,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is. Miðstjórn flokksins samþykkti stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar í kvöld. 

„Það er ánægja með kraftmikinn stjórnarsáttmála sem fólk er sátt við,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við mbl.is. Miðstjórn flokksins samþykkti stjórnarsáttmála verðandi ríkisstjórnar í kvöld. 

Enginn lýsti yfir óánægju með stjórnarsáttmálann á fundinum og var hann því samþykktur samhljóða.

Fundurinn stóð yfir í tvær klukkustundir. 

mbl.is/Kristinn Magnússon

Tilkynning Framsóknarflokksins:

„Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, las sáttmálann í framsögu sinni. Ennfremur kom fram í ræðu formanns um að sáttmálinn væri góður vegvísir fyrir umrædda flokka sem munu leitast við að búa til breiða sátt frá miðju til hægri og vinstri. „Stjórnarsáttmálinn er framsýnn og er góð blanda af áherslum flokkana sem eru sammála um að stuðla að samfélagslegri sátt og bæta lífskjör þannig að allir fái notið jafnra tækifæra“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson.

Þá sagði Sigurður Ingi að niðurstaða kosningana hafi gefið til kynna að nálgast þyrfti samstarfið út frá breiðri pólitískri samstöðu. Málefnaáherslurnar í kosningabaráttunni hafa snúist um að varðveita þurfi efnahagslegan stöðugleika og að nýta tækifæri til innviðauppbyggingar um land allt. Eins og svo oft áður er Framsóknarflokkurinn mikilvægur hlekkur í samstarfi.

Fundarmenn er tóku til máls lýstu yfir ánægju með hvernig hefði til tekist og lýstu yfir stuðningi við verk forystu flokksins.“

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is