„Ég virði niðurstöðu flokksráðs og ætla að gá hvort ég geti ekki verið afl til góðs í þessum þingflokki sem verður bakland ríkisstjórnar,” segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna.
„Ég virði niðurstöðu flokksráðs og ætla að gá hvort ég geti ekki verið afl til góðs í þessum þingflokki sem verður bakland ríkisstjórnar,” segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna.
„Ég virði niðurstöðu flokksráðs og ætla að gá hvort ég geti ekki verið afl til góðs í þessum þingflokki sem verður bakland ríkisstjórnar,” segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna.
Hann og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, studdu ekki stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem var borinn undir atkvæðagreiðslu á flokksráðsfundi í gær.
„Mér finnst mjög eðlilegt að láta á þetta reyna fyrst meirihluti félaga minna komst að þessari niðurstöðu.”
Andrés Ingi segist ætla að taka afstöðu til hvers einasta máls nýrrar ríkisstjórnar, eins og allir þingmenn, og gera það af gagnrýnum en sanngjörnum hug.
Ráðherralisti Vinstri grænna var afgreiddur á þingflokksfundi í kringum hádegið í dag og kveðst Andrés Ingi vera mjög ánægður með hann. „Hann er stuttur en góður.”