Skipting ráðuneyta nýrrar ríkisstjórnar og skipan ráðherra í ráðuneytin hefur nú verið staðfest.
Skipting ráðuneyta nýrrar ríkisstjórnar og skipan ráðherra í ráðuneytin hefur nú verið staðfest.
Skipting ráðuneyta nýrrar ríkisstjórnar og skipan ráðherra í ráðuneytin hefur nú verið staðfest.
Formaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, leiðir ríkisstjórnina í embætti forsætisráðherra, eins og áður hefur komið fram.
Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, mun þá taka við embætti heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar sem ekki er á þingi, mun gegna embætti umhverfisráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, verður formlega kjörinn til að gegna áfram því embætti.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, víkur úr forsætisráðuneytinu og yfir í fjármálaráðuneytið, þar sem hann hefur setið áður. Sigríður Á. Andersen, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, gegnir áfram embætti dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður, situr áfram á stóli utanríkisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson víkur þá úr embætti menntamálaráðherra og færist yfir í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, þar sem hann mun gegna embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í sama ráðuneyti situr um leið áfram Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir í embætti ferðamála- og iðnaðarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks, mun gegna embætti samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra auk þess að vera samstarfsráðherra Norðurlanda.
Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, verður menntamálaráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, verður þá ráðherra félagsmála.