Mál Ólafs Ólafssonar tekið fyrir

Al Thani-málið | 1. desember 2017

Mál Ólafs Ólafssonar tekið fyrir

Aðalmeðferð í máli Ólafs Ólafssonar fjárfestis á hendur ríkissaksóknara og íslenska ríkinu, þar sem hann leitast við að fá fellda úr gildi synjun endurupptökunefndar á beiðni hans um endurupptöku í svonefndu Al Thani-máli, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Mál Ólafs Ólafssonar tekið fyrir

Al Thani-málið | 1. desember 2017

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson. mbl.is/Golli

Aðalmeðferð í máli Ólafs Ólafssonar fjárfestis á hendur ríkissaksóknara og íslenska ríkinu, þar sem hann leitast við að fá fellda úr gildi synjun endurupptökunefndar á beiðni hans um endurupptöku í svonefndu Al Thani-máli, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Aðalmeðferð í máli Ólafs Ólafssonar fjárfestis á hendur ríkissaksóknara og íslenska ríkinu, þar sem hann leitast við að fá fellda úr gildi synjun endurupptökunefndar á beiðni hans um endurupptöku í svonefndu Al Thani-máli, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Í fréttatilkynningu sem Ólafur sendi frá sér og um er fjallað í Morgunblaðinu í dag segir að málið sé það fyrsta sinnar tegundar, því úrskurðir endurupptökunefndar um að synja endurupptöku hafa ekki áður komið til kasta dómstóla.

Þrátt fyrir að lög um endurupptökunefnd kveði skýrt á um að ákvarðanir hennar séu endanlegar og ekki skotið til dómstóla féllst héraðsdómur og síðar Hæstiréttur á þá röksemdafærslu að endurupptökunefnd væri sjálfstæð stjórnsýslunefnd og heyrði þar af leiðandi undir framkvæmdavaldið.

mbl.is