Guðmundur Ingi Guðbrandsson tók við embætti umhverfisráðherra í gær. Hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Landverndar um árabil. Óhætt er að segja að innkoma Guðmundar sé óvenjuleg. Þótt ráðherrar hafi verið sóttir út fyrir Alþingi reglulega finnast þess ekki dæmi að þeir hafi farið fyrir baráttusamtökum í viðkomandi málaflokki áður.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson tók við embætti umhverfisráðherra í gær. Hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Landverndar um árabil. Óhætt er að segja að innkoma Guðmundar sé óvenjuleg. Þótt ráðherrar hafi verið sóttir út fyrir Alþingi reglulega finnast þess ekki dæmi að þeir hafi farið fyrir baráttusamtökum í viðkomandi málaflokki áður.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson tók við embætti umhverfisráðherra í gær. Hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Landverndar um árabil. Óhætt er að segja að innkoma Guðmundar sé óvenjuleg. Þótt ráðherrar hafi verið sóttir út fyrir Alþingi reglulega finnast þess ekki dæmi að þeir hafi farið fyrir baráttusamtökum í viðkomandi málaflokki áður.
Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir að innkoma Guðmundar sé þó í raun afskaplega svipuð og þegar Ólafur Ragnar Grímsson varð fjármálaráðherra.
„Guðmundur er utanþingsmaður en hann er ekki utan stjórnmálanna. Landvernd er pólitísk félagasamtök, samtök sem starfa að pólitísku markmiði og hann tilheyrir auk þess VG. Þess vegna er hann pólitískur ráðherra. Hann er ekki fagráðherra sem stendur utan við stjórnmálin eins og reynt var að gera með Gylfa Magnússon og Rögnu Árnadóttur. Það er munurinn,“ segir Eiríkur Bergmann.
„Það má gera greinarmun á þessum tveimur tegundum. Guðmundur er eflaust valinn af faglegum ástæðum en hann er ekki bara valinn af þeim ástæðum. Hann er líka valinn vegna stjórnmálanna,“ segir Eiríkur Bergmann.
Þegar hefur komið upp umræða um hvort umhverfisráðherrann nýi kunni að vera vanhæfur þegar kemur að málum sem hann hefur áður beitt sér gegn í fyrra starfi sínu. Eiríkur kveðst telja að það sé ekki stórt vandamál fyrir stjórnina.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.