Eyða tugum milljóna í dróna

Suður-Súdan | 4. desember 2017

Eyða tugum milljóna í dróna

Stjórnvöld í Suður-Súdan, sem glíma við viðverandi fjárskort og óðaverðbólgu, hafa eytt milljónum dollara í dróna til eftirlits og öryggismyndavélar til að berjast gegn glæpum í höfuðborginni Juba. 

Eyða tugum milljóna í dróna

Suður-Súdan | 4. desember 2017

Þúsundir Suður-Súdana eru á flótta og hafast við í flóttamannabúðum …
Þúsundir Suður-Súdana eru á flótta og hafast við í flóttamannabúðum sem þessum. Ríkisstjórnin hefur nú eytt milljónum dollara í eftirlitskerfi í höfuðborginni. AFP

Stjórnvöld í Suður-Súdan, sem glíma við viðverandi fjárskort og óðaverðbólgu, hafa eytt milljónum dollara í dróna til eftirlits og öryggismyndavélar til að berjast gegn glæpum í höfuðborginni Juba. 

Stjórnvöld í Suður-Súdan, sem glíma við viðverandi fjárskort og óðaverðbólgu, hafa eytt milljónum dollara í dróna til eftirlits og öryggismyndavélar til að berjast gegn glæpum í höfuðborginni Juba. 

Fyrstu tveir drónarnir og ellefu eftirlitsmyndavélar hafa þegar verið keypt og verða sett upp af ísraelska fyrirtækinu Global Group, sagði forsetinn Salva Kiir í ávarpi sem hann flutti á lögreglustöð í borginni. „Nú er hægt að finna glæpamenn og þeir komast ekki lengur upp með glæpi,“ sagði hann. „Allar flugvélar og flugvöllurinn verða nú örugg. Fylgst verður með öllum hvert sem þeir eru að fara.“

Edward Dimitiri, yfirmaður tæknimála hjá innanríkisráðuneytinu, vildi ekki segja nákvæmlega hversu miklum fjármunum var eytt til kaupanna en sagði að um væri að ræða „milljónir dollara“.

Fjögur ár eru nú liðin frá því að blóðug borgarastyrjöld braust út í þessu yngsta ríki heims. Þjóðin reiðir sig mikið á olíu sem finnst í landinu en erfitt hefur reynst að vinna hana og koma úr landi. Því hefur orðið efnahagshrun og óðaverðbólga geisar. Íbúarnir voru fyrir flestir hverjir fátækir og í kjölfar styrjaldarinnar býr stór hluti hennar við hungur.

„Drónarnir eru eins og þyrlur, þeir geta flogið um loftið, þeir geta fylgst með meintum glæpamönnum og séð hvar þeir fela sig eða hvert þeir flýja,“ sagði Kfir Shilder, yfirmaður Global Group, á fundinum og bætti við að um 100 myndavélar til viðbótar væru væntanlegar og fleiri drónar. 

Fyrstu myndavélarnar verða settar upp við þinghúsið, í fjármálahverfinu og á flugvellinum.

Global Group mun sjá um rekstur þeirra í fyrstu og þjálfa svo um 150 heimamenn til verksins. 

mbl.is