Vinnu við fjárlagafrumvarpið lokið

Ný ríkisstjórn 2017 | 5. desember 2017

Vinnu við fjárlagafrumvarpið lokið

Ríkisstjórnin stefnir á að Alþingi komi saman 14. desember. Þetta var samþykkt á fundi hennar í dag og hélt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að því loknu á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, þar sem gengið var frá því formlega.

Vinnu við fjárlagafrumvarpið lokið

Ný ríkisstjórn 2017 | 5. desember 2017

Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Eggert

Ríkisstjórnin stefnir á að Alþingi komi saman 14. desember. Þetta var samþykkt á fundi hennar í dag og hélt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að því loknu á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, þar sem gengið var frá því formlega.

Ríkisstjórnin stefnir á að Alþingi komi saman 14. desember. Þetta var samþykkt á fundi hennar í dag og hélt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að því loknu á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, þar sem gengið var frá því formlega.

Þetta staðfestir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is. Fjallað verður um nýtt fjárlagafrumvarp þegar þingið kemur saman en frumvarpið er klárt og einungis eftir að ganga frá því í fjármálaráðuneytinu.

„Við erum mjög ánægð. Við héldum okkar fyrsta ríkisstjórnarfund á föstudaginn og náðum að klára fjárlög á öðrum ríkisstjórnarfundi á þriðjudegi,” segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, í samtali við mbl.is.

Hann bætir við að fjárlögin séu komin í vinnslu til fjármálaráðuneytisins, sem þarf 10 til 12 daga til að leggja lokahönd á það.

Miðað er við að fjárlagafrumvarpið verði lagt fram á fyrsta degi þings.

„Auðvitað hjálpaði það til að við lögðumst aðeins yfir þetta í stjórnarmyndunarviðræðunum,” segir hann það hversu hratt gekk að ljúka við fjárlagafrumvarpið.

Knappur tími 

Spurður hvort það náist að ljúka umræðu um fjárlagafrumvarpið fyrir jól segir hann tímann vissulega knappan. „Þegar við hittum stjórnarandstöðuna um daginn leituðum við leiða um skemmri skil til að geta komið viku fyrr en stjórnarandstaðan lagði áherslu á að fá heilt, nýtt frumvarp, sem við gerðum. Á sama tíma voru allir sammála um það að tíminn ætti að vera nægur til að ljúka við yfirferðina og auðvitað eru allir meðvitaðir um mikilvægi þess að fjárlög séu sett.”

Spurður út í frumvarpið sjálft segir hann að þar sé lögð áhersla á heilbrigðis-, mennta- og samgöngumál.

Nefnir hann að ekkert sé fjallað um veggjöld í stjórnarsáttmálanum. „Við erum að víkja frá þeirri fjármögnun og erum að horfa til opinberrar fjármögnunar á þeim verkefnum sem við erum í.”

Eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun voru þingflokksfundir haldnir hjá stjórnarflokkunum. Framundan er svo að leggja lokahönd á fjárlögin úr hverju ráðuneyti.

mbl.is