Mikill stuðningur við ríkisstjórnina

Alþingiskosningar 2017 | 6. desember 2017

Mikill stuðningur við ríkisstjórnina

Næstum átta af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 78 prósent, segjast styðja ríkisstjórnina. En 22 prósent segjast ekki styðja hana. 

Mikill stuðningur við ríkisstjórnina

Alþingiskosningar 2017 | 6. desember 2017

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. mbl.is/Eggert

Næstum átta af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 78 prósent, segjast styðja ríkisstjórnina. En 22 prósent segjast ekki styðja hana. 

Næstum átta af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 78 prósent, segjast styðja ríkisstjórnina. En 22 prósent segjast ekki styðja hana. 

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins í skoðanakönnuninni með rúmlega 26 prósenta fylgi. VG eru næststærsti flokkurinn með 23,5 prósent og Samfylkingin er þriðji stærsti flokkurinn með rúmlega 13 prósent. 

Framsóknarflokkurinn fengi rúmlega 11 prósenta fylgi, Píratar tæplega átta prósent og Miðflokkurinn rúmlega sjö prósent. Þá er Viðreisn með tæplega fimm prósenta fylgi og Flokkur fólksins með  fjögur prósent.

Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 19 þingmenn kjörna, VG með 17 og Framsóknarflokkurinn átta. Samfylkingin fengi níu þingmenn. Píratar og Miðflokkurinn væru með fimm þingmenn hvor þingflokkur. 

Frétt Vísis í heild

mbl.is