Dýpkaði um rúma 20 metra á 9 dögum

Öræfajökull | 7. desember 2017

Sigketillinn dýpkaði um rúma 20 metra á níu dögum

„Jarðhitinn er enn þá til staðar og það sýnir að það er langt í frá eðlilegt ferli þarna. Þetta er ekki einstakur atburður,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur um stöðuna í Öræfajökli.

Sigketillinn dýpkaði um rúma 20 metra á níu dögum

Öræfajökull | 7. desember 2017

Síðast gaus í Öræfajökli á árinu 1727 en tæpum fjögur …
Síðast gaus í Öræfajökli á árinu 1727 en tæpum fjögur hundruð árum fyrr varð stærsta þeytigos sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Skjálftar eru ekki að ganga niður í Öræfajökli um þessar mundir. mbl.is/RAX

„Jarðhitinn er enn þá til staðar og það sýnir að það er langt í frá eðlilegt ferli þarna. Þetta er ekki einstakur atburður,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur um stöðuna í Öræfajökli.

„Jarðhitinn er enn þá til staðar og það sýnir að það er langt í frá eðlilegt ferli þarna. Þetta er ekki einstakur atburður,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur um stöðuna í Öræfajökli.

Þrívíddarmynd sem sérfræðingar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa gert bendir til að sigketillinn í öskju jökulsins hafi dýpkað um rúma 20 metra frá því fljótlega eftir að hann sást fyrst og til 28. nóvember og sprungur aukist.

Þrívíddarmyndin er gerð eftir ýmsum upplýsingum, ekki síst ljósmyndum Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Morgunblaðsins, sem flaug yfir jökulinn 19. nóvember og aftur 28. nóvember. Vísindamenn áætluðu að sigketillinn væri um 22 metrar á dýpt og um kílómetri í þvermál við fyrra flugið en tvöfalt dýpri við það seinna.

„Við sjáum stóraukið sprungumynstur í kringum ketilinn. Hann er nú meira dropalaga en hringlaga, það er að segja ílangur til suðvesturs,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, sem vann að gerð þrívíddarlíkansins, í umfjöllun um jökulinn í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is