Tugir falla í nautgripastríði

Suður-Súdan | 8. desember 2017

Tugir falla í nautgripastríði

Að minnsta kosti sextíu hafa fallið og tugir særst í átökum um nautgripi í Suður-Súdan. Átök milli þjóða sem búa í norðvesturhluta landsins blossa upp með reglulegu millibili og eru oft mannskæð. 

Tugir falla í nautgripastríði

Suður-Súdan | 8. desember 2017

Lífsbaráttan í Suður-Súdan er hörð enda hefur blóðugt borgarastríð geisað …
Lífsbaráttan í Suður-Súdan er hörð enda hefur blóðugt borgarastríð geisað í fjögur ár. AFP

Að minnsta kosti sextíu hafa fallið og tugir særst í átökum um nautgripi í Suður-Súdan. Átök milli þjóða sem búa í norðvesturhluta landsins blossa upp með reglulegu millibili og eru oft mannskæð. 

Að minnsta kosti sextíu hafa fallið og tugir særst í átökum um nautgripi í Suður-Súdan. Átök milli þjóða sem búa í norðvesturhluta landsins blossa upp með reglulegu millibili og eru oft mannskæð. 

Þjóðirnar sem deila; Dinka, Rup og Pakam, fara reglulega milli þorpa hvor annarrar og ræna nautgripum. Tekist er á um búsvæði og landamæri þeirra. Í átökunum er konum oft nauðgað og börnum rænt. 

Ástandið í Suður-Súdan er víða hættulegt en þar hefur borgarastríð geisað í nokkur ár. Mjög hefur þrengt að lifnaðarháttum hjarðmannanna í norðurhluta landsins og þurrkar hafa einnig sett strik í reikninginn. Því er lífsbaráttan sífellt að harðna. 

Nú er svo komið að um hálf þjóðin þarf á neyðaraðstoð að halda og um þriðjungur hennar hefur neyðst til að flýja heimili sín vegna átakanna. 

mbl.is