Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í, þ.e. þegar sól er lágt á lofit.
Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í, þ.e. þegar sól er lágt á lofit.
Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í, þ.e. þegar sól er lágt á lofit.
Þetta kemur fram á Facebook-síðu eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Þar er gerður samanburður á tveimur gervitunglamyndum af Öræfajökli, svonefndum LANDSAT-8 myndum NASA og USGS.
Nýjasta myndin var tekin í dag, sunnudag, en til samanburðar er höfð mynd frá 17. nóvember. Sprungumynstrið hefur þést allmikið og ketillinn virðist hafa víkkað töluvert auk þess sem lögunin hefur breyst frá hringformi í ílangt.
„Yfirleitt eru LANDSAT-8 myndir ekki teknar þegar sól er lágt á lofti (í desember og janúar á okkar breiddargráðum), en NASA & USGS hafa gert sérstaka undanþágu fyrir Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands, svo unnt sé að fylgjast með þróuninni í myrkasta skammdeginu,“ segir í færslunni á Facebook.
Í árslok 2016 fór að mælast aukin jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Til þess að fylgjast með þessu stærsta eldfjalli landsins var mælitækjum fjölgað í nágrenni þess. Skoðum hvað Öræfajökull hefur gert í gegnum tíðina og hvers hann er megnugur sem eldstöð.
Öræfajökull, Esjufjöll og Snæfell mynda samhangandi gosbelti, sem enn er lítt þekkt, austan við Austurgosbeltið. Það sama má segja um jarðfræði og gossögu Öræfajökuls enda eru bæði gosbeltið og megineldstöðin að mestu hulin jökli. Öræfajökull er dæmigerð eldkeila (stratovolcano) en slíkar eldstöðvar byggjast upp þegar gos koma endurtekið upp um sömu gosrás. Hæsti tindur landsins, Hvannadalshnjúkur, er hluti af öskjubarmi megineldstöðvarinnar en heildarflatarmál öskjunnar er um 12 km2.
Langur tími líður milli gosa í Öræfajökli og einungis tvisvar hefur gosið síðan land byggðist. Fyrra gosið varð árið 1362 og er það stærsta þeytigos sem orðið hefur á sögulegum tíma á Íslandi. Í gosinu mynduðust ~10 km3 af nýfallinni gjósku (sem fyllir um 9 milljón 50 m sundlaugar) og líklega hafa 75% landsins orðið fyrir gjóskufalli. Mesta eyðileggingin varð í sveitinni við rætur eldstöðvarinnar sem þá kallaðist Litla-Hérað. Byggð þar lagðist alveg af eftir gosið enda „lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona og kapall“ (Oddverjaannáll). Þegar sveitin byggðist aftur fékk hún nafnið Öræfi. Seinna sögulega gosið varð árið 1727 og því eru nú 290 ár síðan síðast gaus í Öræfajökli.
Fróðleik um eldstöðvarkerfið Öræfajökul og aðrar eldstöðvar á Íslandi er að finna í vefsjá íslenskra eldfjalla.