Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, var í dag dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins og málsvarnarlaun verjanda síns, samtals 6,1 milljón.
Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, var í dag dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins og málsvarnarlaun verjanda síns, samtals 6,1 milljón.
Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, var í dag dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins og málsvarnarlaun verjanda síns, samtals 6,1 milljón.
Í dómi Hæstaréttar er meðal annars vísað til aldurs Geirmundar og að hann hafi ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Þá er vísað til heilsufars Geirmundar og talið hæfilegt að skilorðsbinda alla refsingu hans.
Geirmundur var ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá sparisjóðnum með lánveitingum til einkahlutafélaga. Fjárhæðirnar í ákærunni nema tæpum átta hundruð milljónum króna.
Í ákæru sagði að Geirmundur hefði stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu þegar hann fór út fyrir heimildir til lánveitinga með því að veita einkahlutafélaginu Duggi 100 milljóna króna yfirdráttarlán 16. júní 2008. Afstaða lánanefndar lá ekki fyrir og áhættu- og greiðslumat fór ekki fram. Þá var endurgreiðslan ekki tryggð með nokkrum hætti.
Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að bersýnileg hætta hafi verið á því að lántakinn hefði enga burði til að standa skil á endurgreiðslu lánsins, enginn samningur hafi verið gerður um endurgreiðslu og engin trygging til staðar. Hafi það einnig farið svo að fjárhæðin glataðist sparisjóðnum að mestu leyti. Er það niðurstaða Hæstaréttar að Geirmundur hafi gerst sekur um umboðssvik, enda hafi háttsemi hans leitt til stórfelldrar fjártjónshættu fyrir Sparisjóð Keflavíkur.
Héraðsdómur Reykjaness hafði áður sýknað Geirmund af ákæru um umboðssvik í nóvember árið 2016, en í héraðsdómi fór ákæruvaldið fram á fjögurra ára fangelsisrefsingu. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar í byrjun janúar á þessu ári.
Í málflutningi fyrir Hæstarétti fór ákæruvaldið fram á tveggja ára fangelsisrefsingu í máli Geirmundar. Hefur krafa um refsingu í málinu því verið lækkuð um tvö ár frá því málið var tekið fyrir í héraðsdómi á síðasta ári.