Ísland framtíðar á að vera hugverkadrifið. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á Alþingi í kvöld. Sagði hún nýja ríkisstjórn ætla að blása til stórsóknar í menntamálum og benti á að hver króna sem stjórnvöld greiddu til náms á háskólastigi skilaði sér áttfalt til baka. „Þetta er fjárfesting sem mun skila sér í betri áhættudreifingu og auknum lífsgæðum,“ sagði Lilja.
Ísland framtíðar á að vera hugverkadrifið. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á Alþingi í kvöld. Sagði hún nýja ríkisstjórn ætla að blása til stórsóknar í menntamálum og benti á að hver króna sem stjórnvöld greiddu til náms á háskólastigi skilaði sér áttfalt til baka. „Þetta er fjárfesting sem mun skila sér í betri áhættudreifingu og auknum lífsgæðum,“ sagði Lilja.
Ísland framtíðar á að vera hugverkadrifið. Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra á Alþingi í kvöld. Sagði hún nýja ríkisstjórn ætla að blása til stórsóknar í menntamálum og benti á að hver króna sem stjórnvöld greiddu til náms á háskólastigi skilaði sér áttfalt til baka. „Þetta er fjárfesting sem mun skila sér í betri áhættudreifingu og auknum lífsgæðum,“ sagði Lilja.
Menntun, menning og íþróttir séu lykilstoðir og uppspretta velsældar og lífsgæða. „Við viljum að Ísland sé fyrsti kostur búsetu fyrir unga fólkið og að menntakerfið sé í fremstu röð.“ Menntakerfi eigi að búa nemendur undir nýjar áskoranir.
Benti ráðherra því næst á að milljarði verði varið til framhaldskólanna á næsta ári, auk þess sem sá sparnaður sem stytting náms til stúdentspróf hafi í för með sér eigi að fara að skila sér. Áherslan sé á framsýnt og fjölbreytt menntakerfi.
Yfirvofandi fækkun í kennarastétt sé hins vegar ein stærsta áskorun sem menntakerfið standi frammi fyrir. „Samfélagið allt þarf að taka höndum saman svo kennarastarfið öðlist virðingu á ný,“ sagði Lilja.
Þá nefndi Lilja að á næsta ári verði settar 450 milljónir í máltækniverkefni fyrir íslenskuna til að gera málið gera gildandi í tæknibyltingu. „Við eigum að halda málinu að börnum og auðvelda útgáfu á bókum á íslensku,“ sagði ráðherra. Þess vegna ætli ný stjórn að breyta skattlagningu á íslenskum bókum og tónlist. „Fyrsta skref er að afnema virðisaukaskatt á bókum svo útgefendur geti brugðist við krefjandi aðstæðum.“